fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Guðmundur var hissa þegar Rússarnir keyptu Arnór: Nú er hann stórstjarna – ,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. desember 2018 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, 19 ára knattspyrnumaður hefur orðið að stjörnu á nokkrum mánuðuðum. Flestir sem fylgjast vel með knattspyrnu vissu lítið sem ekkert um Arnór í sumar. Arnór var þá að gera það gott með Norrköping í Svíþjóð en fáir fylgdust með framgöngu hans.

Strákurinn af Skaganum hefur orðið að stjörnu á einni nótt, ef þannig má komast að orði. Sagan náði hátindi sínum á miðvikudag þegar Arnór skoraði og lagði upp mark á einu sögufrægasta sviði fótboltans, Santiago Bernabeu í Madríd.

Meira:
Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

,,Ævintýrið ætlar engan enda að taka hjá Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni en þessi 19 ára sóknarmaður
heldur áfram að slá í gegn á fótboltavellinum. Á nokkrum mánuðum hefur hann spilað sína fyrstu leiki í Meistaradeild Evrópu og ekki nóg með það heldur hefur hann skorað á móti Roma og sjálfum Evrópumeisturum Real Madrid á Santiago Bernabeu, fyrstur Íslendinga,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson, einn virtasti íþróttablaðamaður Íslands um Arnór í Morgunblaðinu í dag.

,,Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa þegar rússneska stórliðið keypti Arnór frá sænska liðinu Norrköping í sumar fyrir upphæð sem jafngildir um hálfum milljarði króna. Ég þekkti lítið til stráksins og vissi hreinlega ekki hversu góður hann var.“

,,En Rússarnir nældu sér í gullmola og með frammistöðu sinni á síðustu vikum og mánuðum hefur Skagastrákurinn margfaldast í verði og verður eflaust eftirsóttur af sterkari liðum en CSKA Moskva.“

,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við aðeins nokkrum mínútum eftir leik CSKA og Real Madrid en hann ásamt móður Arnórs og stórfjölskyldu var á vellinum og upplifðu þau þar ógleymanlega stund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Manchester United nú líklegast til að hreppa hann

Manchester United nú líklegast til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur

Tveir leikmenn Manchester United snúa aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Í gær

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot