fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Sagði að pabbi hans hefði gengið út árið 1961 – Var í kjallaranum allan tímann

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Michael Carroll ólst upp á heimili sínu í rólegu hverfi í Lake Grove í New York-ríki hafði hann bara móður sína til treysta á. Móðir hans sagði honum að faðir hans, George Carroll, hefði gengið út af heimilinu árið 1961 og yfirgefið fjölskylduna.

Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós. George hafði ekkert yfirgefið fjölskylduna heldur var hann grafinn í kjallara hússins.

NBC News fjallar um þetta óhugnanlega mál og segir að lögreglan hafi nú hafið morðrannsókn á málinu.

Það var þann 30. október síðastliðinn að Michael og tveir fullorðnir synir hans hafi fundið líkamsleifarnar í kjallara hússins. Eins og kannski gefur að skilja var ekkert nema beinagrind að finna í gröfinni og því þurfti að leita á náðir DNA-tækninnar til að fá úr því skorið hver væri í gröfinni.

Niðurstaðan liggur nú fyrir og leikur enginn vafi á því að um föður Michaels er að ræða. Niðurstaða réttarmeinafræðings leiddi í ljós að George hafði hlotið mikla höfuðáverka sem líklega drógu hann til dauða.

Michael var aðeins átta mánaða þegar faðir hans hvarf. Hann keypti húsið af móður sinni á níunda áratug liðinnar aldar en hún lést árið 1998.

Í samtali við bandaríska fjölmiðla segir hann að þegar hann var ungur drengur hafi hann ekki átt að tala um föður sinn. Hann segir að hann hafi heyrt ýmsar samsæriskenningar um föður sinn þegar hann ólst upp, ein var að hann væri grafinn í kjallaranum sem reyndist vera raunin.

Michael segist hafa grun um það hver varð föður hans að bana. Aldrei var tilkynnt um hvarf hans til lögreglu og segir Michael að þeir sem báru ábyrgð á morðinu séu löngu dánir. George var hermaður og barðist meðal annars í Kóreustríðinu. Jarðneskum leifum hans verður að líkindum komið fyrir í Calverton-kirkjugarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð