fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Ragga nagli – „Þú ert ekki hegðunin þín“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. 

Dastu í desertana í jólahlaðborðinu um helgina?
Opnaðirðu Makkintossj dallinn í laumi og gúffaðir fjólubláu molana í laumi bak við hurð í þvottahúsinu.

Ert lítill í þér núna.
Líður eins og þegar mamma skammaði þig fyrir að hrinda Jóa í næsta húsi í drullupoll þegar þú varst átta ára.

Með þyrnikórónu sektarkenndar.
Blóðgað bak eftir refsivöndinn.
Sósaður af skömm.

„Ég er ömurlegur“
„Gráðugt svín“
„Mér mistekst alltaf í mataræði“
„Ég er lúser og landeyða“
„Get aldrei staðið með sjálfum mér“

Það er mikilvægt að sósa sig ekki í skömm og sektarkennd.

Skömm losar út streituhormón. Streituhormón lama framheilann.

Þannig að við getum ekki beitt rökhugsun og dregið lærdóm af atvikinu.
Sektarkennd byrgir þér sýn hvernig þú getur gert betur næst.

Skömm segir þér að þú sért mistökin.
En við GERUM mistök.
Við erum ekki mistök.
Þú ert ekki hegðunin þín.

Við þurfum ekki að anda í bréfpoka í kvíðakasti yfir nokkrum súkkulaðimolum með hugsanavillur grasserandi í höfðinu.

Markmiðið með góðum heilsuvenjum er að öðlast meirapróf í hófsemi alla daga svo að smá sykursukk hér og þar er bara prump í brók í stóra samhenginu.

En það búa ekki allir yfir þeirri færni og það er allt í lagi.
Þú ert að æfa þig með hverri góðri ákvörðun.

Jólin eru til að njóta… og við njótum ekki þegar sektarkenndin hríslast niður hryggjarsúluna.
Við erum tjörguð og fiðruð á torgum eins og bæjarfíflið.

Þú ert alltaf bara einni máltíð frá því að hendast aftur á Heilsuvagninn.
Gerðu þá máltíð að epískri hollustu og sannaðu fyrir sjálfum þér að þú sért þessi ræktaði, fitt og flotti.
Eins og liðið á Instagramm.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum