fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Mynd dagsins – Svona gæti Lækjargata litið út

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins deilir eldri mynd af Lækjargötu, frá þeim tíma sem Gamli lækurinn sem liggur frá norðurenda Tjarnarinnar og niður á höfn og Lækjargata er kennd við. Í nokkur skipti á síðustu árum hefur verið rætt um að opna lækinn á nýjan leik en hann hefur lengi legið neðanjarðar í sínum gamla farvegi. Gæti hann orðið mikil prýði fyrir miðborgina, eða svo er alla vega skoðun margra. Marta spyr:

„Væri ekki tilvalið að opna gamla lækinn sem Lækjargata dregur nafn sitt af?“

Fjölmargir taka þátt í þeim umræðum, þar á meðal Egill Helgason sem segir: „Jú, þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Fólk dregst að rennandi vatni. Vonandi í einhverri framtíð verður hægt að leggja Lækjargötuna af sem þá bílagötu sem hún er. Segi ég – sem fer hana oft á dag og bý innan við hundrað metra frá læknum.“

Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, en nú eigandi og ritstjóri Viljans, tjáir sig einnig í þræðinum og bendir á að árið 2006 þegar hann sat í borgarstjórn hefði komið til tals að opna lækinn. Þar skrifaði Björn:

„Gamli læk­ur­inn hef­ur lengi legið neðanj­arðar í sín­um gamla far­vegi, en marg­ir hafa bent á að skemmti­legt væri að opna hann á nýj­an leik og fá þá aft­ur í ljós hina gömlu götu­mynd miðborg­ar Reykja­vík­ur. Þetta hef­ur vita­skuld verið gert víða er­lend­is með góðum ár­angri þar sem læk­ir og síki eru órjúf­an­leg­ur hluti af borg­ar­mynd margra þekkt­ustu borga í heimi.“

En hvað segja lesendur um mynd dagsins, á að opna Gamla lækinn á ný?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu