fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þjóðfylkingin aftur á kortið: Á móti mosku en styðja gleðigöngu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Helgason, varaformaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir að flokkurinn hyggist bjóða fram lista til borgarstjórnarkosninganna í vor en framboð sé ekki fyrirsjáanlegt í öðrum sveitarfélögum. Flokkurinn bauð síðast fram í þar síðustu alþingiskosningum en nú er hann kominn aftur á kortið. „Við erum alltaf á kortinu. Það verður alltaf rödd fyrir þeim málum sem við berjumst fyrir.“

Stillt verður upp á lista og viðræður eru hafnar við hugsanlega oddvita. „Ég get sagt að við höfum verið í viðræðum við persónu sem gæti orðið mjög sterk í fyrsta sætinu hjá okkur.“ Helgi vill hins vegar ekki segja meira þar sem viðræðurnar séu á trúnaðarstigi.

Lóð fyrir Hjálpræðisherinn en ekki mosku

Eitt helsta kosningamál Þjóðfylkingarinnar verður að draga lóðaúthlutun undir mosku til baka. Var það samþykkt á fundi stjórnar. Einnig að allar breytingartillögur á bænahúsinu í Öskjuhlíð yrðu dregnar til baka er lúta að bænaturni og viðbyggingu. „Ef ég skil þá rétt ætla þeir að hafa farfuglaheimili þarna.“

Helgi bendir á að í lögum sé aðeins veitt leyfi fyrir slíkum lóðaúthlutunum til kirkna. Þjóðfylkingin er ekki á móti lóðaúthlutun til Hjálpræðishersins eins og hefur verið í deiglunni. „Í ljósi sögu hans finnst okkur sjálfsagt að hann fái lóð. Hjálpræðisherinn hefur hjálpað Reykjavík og Reykvíkingum og sparað bæjarfélaginu fullt af peningum.“

Hann segir aðra trúarhópa, svo sem múslima, eiga að fá sérmeðferð. Ekki hefur þó verið rætt innan stjórnar um Ásatrúarfélagið og þeirra lóðaúthlutun.

Engin borgarlína, dreifing byggðar og verkamannabústaðir

Íslenska Þjóðfylkingin er á móti fyrirætlunum um borgarlínu. „Við sjáum ekki fyrir okkur að þetta gangi upp og aðrir hafa bent á þá fjármuni og tíma sem farið hefur í þetta, til dæmis forystumaður Sjálfstæðisflokksins. Við teljum að mun vænlegra sé að bæta samgöngukerfið, strætisvagna og vegakerfið.“ Ekkert hefur verið rætt um sjálfkeyrandi bíla eða önnur slík kerfi.

Önnur stefna borgaryfirvalda sem Þjóðfylkingin er ekki hrifin af er þétting byggðar. „Þéttingin er orðin allt of mikil og við viljum hverfa frá þéttingu byggðar. Frekar ætti að úthluta lóðum í úthverfum og byggja þar, það myndi lækka íbúðaverð. Þetta er orðin algjör bilun í dag þegar tveggja herbergja íbúð kostar allt upp í 80 milljónir.“

Helgi segir kerfið hafa brugðist öryrkjum og öldruðum sem sýnir sig í húsnæðisleysi fólks og biðröðum í matargjafir. Til að bregðast við vill Þjóðfylkingin endurreisa verkamannabústaðakerfið. Það kerfi yrði ekki á opnum markaði og fólk sem hefði misst allt sitt fengi þar inni á hagstæðum kjörum.

„Við höfum ekkert nema jákvætt um hinsegið fólk að segja“

Yfirlýstur hommi ötull stuðningsmaður

Þó að Þjóðfylkingin sé almennt talinn hægrisinnaður, íhaldssamur og kirkjurækinn flokkur segir Helgi að flokkurinn styðji alfarið baráttu hinsegin fólks og sé ekki á móti gleðigöngunni sem haldin er ár hvert. „Það eru margir innan okkar vébanda sem eru hinsegin og einn af okkar ötulustu stuðningsmönnum í gegnum tíðina er yfirlýstur hommi.“

Segist hann þar eiga við Baldur Bjarnason sem mörgum er að góðu kunnur sem innhringjandi á Útvarpi Sögu sem reglulega segir harmsögur af innflytjendum í heimalandi sínu Svíþjóð. „Hann hefur hjálpað okkur við að dreifa upplýsingum um stefnumál og annað. Við höfum ekkert nema jákvætt um hinsegið fólk að segja.“

Helgi segist ekki útiloka samstarf við nokkurn flokk, nái Þjóðfylkingin fulltrúum inn í borgarstjórn. „Við myndum vilja með þeim sem gerðu það að raunveruleika að lóðin undir mosku verði dregin til baka og skipulagsbreytingar í Öskjuhlíð sömuleiðis. En við lokum engum dyrum fyrir fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd