fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Íslenskur landsliðsmaður fékk skít fyrir að vera viðstaddur fæðingu hjá barni sínu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu segir að hann hafi fengið skít frá fólki fyrir það að eitt að sleppa landsleik.

Ástæðan var þó góð og gild enda átti Helgi Valur von á sínu öðru barni og vildi vera viðstaddur fæðinguna.

Umræðuna setti Helgi Valur af stað á Twitter og er þar að tala um ný útkomna bók sem Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands er að gefa út.

Aron Einar var ekki á svæðinu þegar hans fyrsta barn kom í heiminn, hann var að spila gegn Kazakkstan með íslenska landsliðinu árið 2015.

Aron Einar kveðst sjá eftir þeirri ákvörðun í dag en hann var viðtaddur þegar annað barn hans kom í heiminn á dögunum.

,,„En ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft,“ segir Aron í bókinni en Fótbolti.net birti part úr henni í gær.

Helgi Valur svaraði þessu á Twitter. ,,Svo innilega sammála mínu manni Aroni Einar. Ég fékk skít á twitter frá fólki þegar ég ákvað að vera heima, og mæta ekki í landsleik við Portúgal, þegar við áttum von á okkar öðru barni. Ég virði hinsvegar ákvörðun fyrirliðans 100%,“ sagði Helgi Valur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar