fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Fela sig á bakvið blaðamann sem er ekki til – ,,Ég var kallaður þetta þegar ég starfaði fyrir þá“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Sun er mjög umdeildur miðill í Bretlandi en heimildir blaðsins þykja ekki vera of áreiðanlegar.

Það hefur vakið athygli undanfarna mánuði að ‘risa fréttir’ blaðsins séu skrifaðar af blaðamanninum Carl Long.

Í dag var greint frá því að Christian Eriksen hjá Tottenham og Marcus Rashford hjá Manchester United, væru á leið til Real Madrid.

Samkvæmt þessari frétt er Real tilbúið að borga 90 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn.

Greinin er stimpluð á blaðamanninn Carl Long en hann er hins vegar ekki til. Það er víst nafn sem Sun felur sig á bakvið.

Alex Shaw, blaðamaður ESPN, greindi fyrst frá því á síðasta ári en hann var stundum kallaður ‘Carl Long’ er hann starfaði fyrir blaðið í stuttan tíma.

,,Ég verð að viðurkenna það að ég var hissa á að sjá ‘Arsene Wenger til PSG’ á baksíðunni í dag skrifað af Carl Long. Carl Long er ekki til,“ sagði Shaw.

Síðan þá hafa nokkrar greinar verið stimplaðar á Long en nefna má dýfu Raheem Sterling gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni og svo að Hugo Lloris væri á leið til Real.

Blaðið felur sig því á bakvið þetta nafn sem gefur til kynna að það sé ekkert að marka þessar heimildir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah