fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Besta og erfiðasta augnablikið á ferli Gylfa: Fór úr því að vera 9 ára stuðningsmaður í að spila þar á hverju ári

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Í sumar tók íslenska landsliðið þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Gylfi var þar eins og svo oft áður í lykilhlutverki. Í leik á móti Nígeríu varð Gylfi fyrir áfalli. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir og skammt til leiksloka þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Gylfi tók sér stöðu á vítapunktinum, þjóðin hélt niðri í sér andanum og eygði von að komast aftur inn í leikinn, en Gylfi skaut yfir markið.

Meira:
Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“ Í viðtalinu fékk Gylfi nokkrar spurningar um feril sinn og svaraði þeim.


Skemmtilegasti völlur að spila á?
Það er geggjað að spila á San Siro en ég held að Old Trafford sé völlurinn, maður skorar alltaf þar. Sem gamall stuðningsmaður United þá er það sérstakt. Það var fyrsti völlurinn sem ég fór á sem ungur drengur, að fara úr því að vera 9 ára gamall og í að spila þar á hverju ári er gaman.

Besti samherji?
Gareth Bale.

Erfiðasti andstæðingur?
Hazard, hann er einn sá erfiðasti. Hann snýr bara á þig og er farinn. Yaya Toure, hann er svo stór og sterkur, góður með boltann líka. Tveir ólíkir.

Leiðinlegasti andstæðingur?
Lee Cattermole, hann var alltaf í kringum mig sem djúpur miðjumaður. Hann var með óþarfa, hann á víst að vera toppmaður eftir því sem Jordan Pickford segir. Það var samt ekki gaman að mæta honum.

Besta stundin á ferlinum?
Skora á HM.

Erfiðasta stundin?
Að klikka á vítaspyrnu á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum