Það eru ekki allir sem fá tækifæri til að spila gegn stórstjörnunni Cristiano Ronaldo á ferlinum.
Ronaldo hefur undanfarin ár verið einn allra besti leikmaður heims og sá besti að mati sumra.
Gianliuigi Donnarumma, markvörður AC Milan, fékk að mæta Ronaldo nýlega en hann er aðeins 19 ára gamall.
Donnarumma segir athyglisverða sögu en hann þorði sjálfur ekki að tala við Portúgalann eftir 2-0 tap.
,,Það var svo spennandi að fá að hitta Cristiano Ronaldo,“ sagði Donnarumma við Rai Sports.
,,Ég var alltaf að spila gegn honum í PlayStation leikjum. Ég talaði ekki við hann, ég skammaðist mín of mikið.“