fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Á Hannes að missa sæti sitt sem markvörður númer eitt? Eiður Smári kafar í málið – ,,Finndu mistök frá honum síðustu tíu ár“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er oftar enn ekki verið að velta steinum um hitt og þetta. Eitt af því er hvort Hannes Þór Halldórsson eigi áfram að vera fyrsti kostur í marki liðsins.

Rúnar Alex Rúnarsson hefur spilað vel með Dijon í frönsku úrvalsdeildinni, stærsta svið sem íslenskur markvörður er á í dag.

Hannes hefur varið mark Íslands af stakri snilld en er kominn tími á breytingar?

,,Þarna kannski komum við aftur að þeim punkti, Hannes hefur verið númer eitt. Er númer eitt eins og staðan er í dag, þetta er oft öðruvísi með markmenn, oft sérstakar týpur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um málið á Stöð2 Sport í gær.

,,Það fer allt vel eftir því hvernig Hannes er að spila með sínu félagsliði, hvernig Rúnar er að spila með sínu félagsliði. Mér þykir hann eini markvörðurinn sem er að setja pressu á Hannes.“

Hannes gerði sig sekan um mistök gegn Belgíu í gær þegar Ísland tapaði 2-0.

,,Getum við núna sagt að Hannes sé orðinn valtur í sessi út af einum mistökum gegn Belgum? Ég set það aftur á þig Rikki (Ríkharð Óskar, sem stýrði þættinum efitr leik), finndu mistök frá Hannesi, síðustu tíu ár. Þau eru varla til, við getum ekki sagt eftir ein mistök að Hannes sé tæpur.“

,,Núna er hlé fram í mars og þá kemur í ljós á þessum mánuðum, að segja að Hannes sé tæpur. Hann þarf að spila með sínu félagsliði og gera það sem hann gerir best. Hannes hefur fengið að vera í friði, síðustu sjö eða átta. Hann hefur ekki verið með pressu, Rúnar Alex og aðrir markmenn sem hafa komið inn, hafa gert mistök og ekki sett pressu á hann. Rúnar Alex er sá markvörður, þá verður hann næsti landsliðsmarkvörður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“