fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Kemur það fólki við hvað Gylfi gerir við peninga sína? „Ég reyni að fjárfesta og koma peningum vel fyrir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Ekkert leyndarmál er að Gylfi er vel launaður. Fjárfestingar hans hafa oft ratað í fréttir. Ferillinn er stuttur og því skiptir máli að fara vel með peninga. Hann segir að umræða um hvað hann geri við peningana nái ekki til hans.

„Þetta slær mig ekkert þannig, þetta hefur verið í gangi lengi, frá því að ég fór til Hoffenheim,“ segir Gylfi þegar hann er spurður um það hvort það pirri hann þegar rætt er um fjármál hans í fjölmiðlum.

„Það vita allir að það er vel borgað að spila fótbolta. Þetta er eitthvað sem fylgir því. Ég held að íslenskir fjölmiðlar séu mjög sanngjarnir. Sérstaklega við okkur fótboltamenn, það er jákvæðni í okkar garð, ég get ekki sett mikið út á umfjöllun um mína hagi. Hvort það komi fólki við eða ekki, ég hef ekki neina skoðun á því. Það skiptir mig engu máli hvort fólk viti þetta, eða viti það ekki. Þetta er bara svona, maður lærir að lifa með þessu.“

Gylfi reynir að koma peningum sínum vel fyrir enda er ferill atvinnumanns í fótbolta stuttur.

„Ég reyni að fjárfesta og koma peningum vel fyrir. Ég veit að ég verð ekki með þessi laun í 40 ár. Þegar ferlinum lýkur verð ég að vera búinn að tryggja framtíð mína. Ég er ekki fullmenntaður maður, ég hleyp ekkert inn í starf á Íslandi nema það sé þá tengt fótbolta. Maður verður að sjá í framtíðinni hvort maður hafi fjárfest rétt eða ekki.“

Lestu ítarlegt viðtal við Gylfa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni