

Það er alveg á hreinu að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, mun bæta við sig varnarmanni í janúar.
Mourinho reyndi ítrekað að næla í varnarmann í sumarglugganum en það tókst að lokum ekki.
Vörn United hefur alls ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og þarf liðið nýjan mann í hjarta varnarinnar.
Mourinho er talinn hafa áhuga á nokkrum leikmönnum og er við hæfi að skoða þá sem gætu verið fáanlegir.
Um er að ræða leikmenn sem hafa verið orðaðir við United en the Mirror tók listann saman.
Leikmennina má sjá hér fyrir neðan.
Harry Maguire (Leicester City) – 75 milljónir punda

Issa Diop (West Ham) – 60 milljónir punda

Milan Skriniar (Inter Milan) – 90 milljónir punda

Joachim Andersen (Sampdoria) – 28 milljónir punda

Nikola Milenkovic (Fiorentina) – 35 milljónir punda

Kalidou Koulibaly (Napoli) – 80 milljónir punda

Jean-Clair Tobido (Toulouse) – 20 milljónir punda

Alessio Romagnoli (AC Milan) – 55 milljónir punda

Nathan Ake (Bournemouth) – 40 milljónir punda

Toby Alderweireld (Tottenham) – 45 milljónir punda

Andreas Granqvist (Helsingborg) – 8 milljónir punda
