fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Heimi fannst HM vera vonbrigði – ,,Flestir geta verið sammála um það“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari HB í Færeyjum er gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is. Þátturinn er í heild hér að neðan.

Heimir ræddi á meðal annars íslenska landsliðið sem hefur verið í brekku undir stjórn Erik Hamren undanfarið.

Heimir er ekki á því máli að partíið svokallaða sé búið en frammistaða liðsins hefur þó komið á óvart.

,,Ég held að partíið sé ekki búið. Það hefur verið mikil velgengni, við komumst á EM og svo HM,“ sagði Heimir.

,,Ég held að flestir geti verið sammála um það að HM hafi verið smá vonbrigði. Það voru forsendur til að gera aðeins betur.“

,,Samt líka í ljósi þess að Aron hafði verið meiddur og Gylfi ekki í sínu besta standi, svo ákveður Heimir að hætta og Erik tekur við með Frey.“

,,Báðir þessir menn vita alveg hvað þeir eru að gera og kunna að þjálfa en þegar nýir menn koma inn fylgja áherslubreytingar.“

,,Það hefur alltaf verið ákveðinn grunnur og þess vegna hafa úrslitin komið mér pínu á óvart.“

,,Fyrsti leikurinn sem Hamren var með gegn Sviss úti, ég horfði á hann í sjónvarpinu. Ég man þegar ég sá uppstillinguna á liðinu, gegn Sviss á útivelli, að spila 4-4-2 var svakalega djarft.“

,,Þetta var upprúllun frá upphafi til enda. Kannski ný hlið að henda bara inn hvíta handlæðinu sem kom á óvart.“

,,Það tekur tíma að vinda ofan af nýju liði. Að tapa 6-0 í landsleik er ekkert grín. Við erum enn að vinda ofan af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn