fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Faðir hrinti átta ára gömlum syni sínum til þess að koma í veg fyrir mark

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum öll heyrt um foreldrana sem ganga stundum aðeins of langt þegar kemur að íþróttaiðkun barnanna. Líklega er keppnisskap foreldranna kannski aðeins of mikið og erfitt getur verið að standast freistinguna á því að hrópa, öskra, tja eða hjálpa til eins og þessu tilfelli.

Sonur manns sem spilar með liði undir átta ára í fótbolta var að taka þátt í keppni. Hann var í marki og stóð faðir hans á hliðarlínunni og fylgdist með samkvæmt Metro.

Þegar faðir hans sá að boltinn var á leið í markið og að sonur hans var ekki að fylgjast nægilega vel með, stökk faðirinn inn á völlinn og hrinti syni sínum til þess að hindra að boltinn færi í markið.

Í fyrstu telur faðirinn að hann hafi bjargað því að hitt liðið skoraði en leikmaður í liðinu á móti syni hans fór að boltanum, skaut og skoraði. Þá gekk faðirinn fúll í burtu.

Foreldrar ættu allir að geta lært sitthvað af þessu myndbandi. Til dæmis: Ekki vera þetta foreldri.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið