fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Samningaviðræður Arons Einars við eiginkonuna ganga erfiðlega – Erfiðustu andstæðingar hans óvæntir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:23

Aron EInar og Kristbjörg, eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var í viðtali í Brenslunni á FM957 í morgun. Hann er að gefa út ævisögu sína og ræddi hana.

Sagan Mín er bók sem Aron Einar er að gefa út núna fyrir jólin. Þessi öflugi leikmaður er að snúa til baka eftir meiðsli og verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu og Katar í næstu viku.

,,Ég var alveg með fyrir og við unnum ekki leikina það er planið að snúa við blaðinu. Ég verð með í Belgíu,“ sagði Aron Einar.

Aron Einar var spurður út í erfiðustu andstæðinga sína á ferlinum og svör hans koma á óvart.

,,Ég held að það sé óvænt svar, þegar ég var 19 ára þá spilaði ég á móti Ballack, Það er einn erfiðasti gæi sem ég hef þurft að dekka, með landsliðinu er það Van Bommell. Það kemur á óvart því ég hef spilað gegn Messi, Ronaldo, Modric kemur þar á eftir. Það var erfitt að vera í kringum Van Bommell, hreyfingin og staðsetningar.“

Þegar komið var að ræða um bestu samherjana var svarið hins vegar ekki svo óvænt.

,,Ég myndi segja Gylfi með landsliðinu, Eiður er besti leikmaður sem ég hef spilað með, Gylfi er besti samherji. Við höfum þróað gott samstarf með landsliði.“

Aron Einar er frá Akureyri en eiginkona hans er frá höfuðborgarsvæðinu, hvar munu þau búa að ferli loknum?

,,Þetta eru samningaviðræður við konuna, sem ganga erfiðlega eins og er. Það var alltaf planið að klára ferilinn heima, mér finnst ég ekki búinn með þann part. Mig langar í Íslandsmeistaratitil, ég veit samt ekki hvort ég eigi eftir að hafa áhuga þegar ég er búinn úti. Mig langar í Íslandsmeistaratitil en ég veit ekki hvort ég muni gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu