fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Prófessor læstur inni á Kvíabryggju: Pétur grét þegar honum var sleppt – „Ég sá kynferðisafbrotamenn öskra á skjáinn“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 14:00

Francis Pakes, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Portsmouth. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið á Kvíabryggju snýst allt um traust. Það fannst mér erfitt til að byrja með, vitandi að vegabréfið mitt, lyklarnir að bílaleigubílnum mínum og rannsóknarpunktarnir mínir voru inni í herberginu. Að lokum gerði ég eins og allir hinir og svaf með hurðina ólæsta. Ég svaf eins og barn. Og horfði út um gluggann á hverjum morgni og sá kindur, gras og snæviþaktar fjallshlíðar.“ Þetta segir Francis Pakes, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Portsmouth á Englandi, í grein sinni um dvöl sína á Kvíabryggju. Hann dvaldi þar í viku og svo aðra viku á Sogni. Tókust sterk tengsl með honum og öðrum föngum. Kynntist hann meðal annars náið fanga að nafni Pétur.

Fangar á Kvíabryggju. Kirkjufell í baksýn. Mynd/DV

Hann segir í greininni, sem birtist í dag á vef The Conversation, að hann hafi mikinn áhuga á fangelsiskerfinu hér á landi og hafi heimsótt bæði Sogn og Kvíabryggju áður, fangelsin hafi vakið forvitni hjá honum og hann langaði að kynnast þeim betur. Hafði hann því samband við fangelsismálayfirvöld og fékk leyfi til að láta loka sig inni á Kvíabryggju.

„Ég fékk það á tilfinninguna að þeir væru hrifnir af hugmyndinni, að erlendur fræðimaður vildi kynnast staðnum með því að gerast fangi. Þeir lofuðu að taka frá herbergi fyrir mig. Ég var þakklátur og spenntur. Ég vissi að fangelsin væru róleg og örugg, en þau hýsa einstaklinga sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi og kynferðisbrot.“

Pakes segir að skorturinn á öryggiskerfum og girðingum hafi verið mjög áberandi. „Ég gat bara keyrt upp að húsinu og lagt. Síðan labbaði ég bara inn og sagði halló. Einn fangi, sem kannaðist við mig úr fyrri heimsókn, eldaði fyrir mig mat.“

Eldhúsið í fangelsinu er aðalrýmið, þar borða fangarnir með starfsfólkinu morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Fangi sér um að elda, svo gengur hver og einn frá eftir sig. „Þrátt fyrir að lögð sé áhersla á félagslega heild þá er herbergi fanga þeirra eigin rými. Með interneti (með augljósum takmörkunum) og farsíma, sumir fangar, sérstaklega táningarnir, eyða þar miklum tíma. Fangarnir eru með lykla en þeir læsa nánast aldrei. Fangar og starfsfólk eru saman úti að reykja.“

Pakes segir að óformleikinn í samskiptunum hafi komið honum mest á óvart. „Við horfðum saman á fótbolta. Í stað þess að vera feimnir sá ég kynferðisafbrotamenn öskra á skjáinn þegar Ísland skoraði. Varnarlausir fangar voru að spjalla við dópsala. Ég sá einstaklinga með erfiðan fíkniefnavanda spjalla og hlægja með starfsfólkinu. Mér fannst ég passa í hópinn sem manneskja. Mér var auðvitað strítt en fangar voru tilbúnir að  deila með mér slúðri. Margir fangar, sem og starfsmenn, deildu með mér mjög persónulegum sögum og tilfinningum. Þegar Pétri var sleppt og pabbi hans kom að sækja hann, faðmaði hann fangana og starfsfólkið í kveðjuskyni, líka mig.“

Hann ítrekar að þó að andrúmsloftið sé afslappað þá sé Kvíabryggja fangelsi. „Margir fangar eru pirraðir, reiðir og með áhyggjur af heilsu sinni og framtíð.“ Pakes segir að þrátt fyrir óformlegu samskiptin þá sé það ekki alltaf auðvelt. „Þarna eru kvenfangar, erlendir ríkisborgarar, fangar á eftirlaunaaldri eða með líkamlega fötlun.“ Tekur hann sérstaklega fram að vel sé komið fram við kynferðisafbrotamenn sem séu í flestum fangelsum í heiminum fyrirlitlegustu fangarnir.

Pakes segir að lokum að þetta fyrirkomulag auki verulega líkurnar á að fangar breytist varanlega til hins betra. „Opnu fangelsin á Íslandi eru að vissu leyti einstök. Það gæti haft að gera með stærð landsins eða íbúafjöldann. Kannski er það hversu landsmenn eru almennt afslappaðir. Kannski er þetta það sem einkennir Íslendinga, land þar sem fólk hefur þurft að reiða sig á aðra til að lifa á eyju í Norður-Atlantshafi. Hvað sem það er, þá gengur það upp, að búa saman, í þessu litla rólega fangelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda