fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sólveig tekur við formennsku í evrópskum sjúklingasamtökum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Sigurðardóttir er íslendingum að góðu kunn fyrir síðuna Lífsstíll Sólveigar. Hún er einnig leiðbeinandi hjá Heilsuborg þar sem hún leiðbeinir á ýmsum námskeiðum tengdu mataræði, þar sem hún talar út frá eigin reynslu.

Fyrir fimm árum síðan var Sólveig einn af stofnendum sjúklingasamtaka EASO, sem stofnuð voru í Sofiu í Búlgaríu. Og í dag tekur Sólveig við formennsku í Evrópusamtökunum.

EASO stendur fyrir The European Association for the Study of Obesity.

Sólveig er stödd í Malaga á Spáni með samtökunum og heldur þaðan áfram til Þýskalands.

Það eru orðnar ansi margar Evrópuþjóðir sem taka þátt og fjölgar með hverju árinu. Ættum að vera núna rúmlega 25 lönd sem tökum þátt,“ segir Sólveig. „Ég var svo heppin að fá að vera ein af stofnendum þessara sjúklingasamtaka sem við stofnuðum fyrir fimm árum í Sofiu í Búlgaríu.

Sólveig tekur við formennskunni af hinum breska Ken Clare, sem hefur verið formaður síðustu tvö ár, en vegna veikinda síðastliðið ár, þar hann að taka sér leyfi frá störfum næst árið.„Hann er magnaður einstaklingur sem hefur barist við offitu í annsi mörg ár,“ segir Sólveig og bætir við að hann og aðrir félagar þeirra hafi ákveðið að íslenska stelpan tæki við stjórn samtakanna.

Bætir Sólveig við að hún kunni ekkert að vera formaður Evrópusamtaka, en eins og hún hefur svo oft sagt „allt er hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda