fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Hin skelfilega gereyðing okkar mannanna á villtri náttúru og dýrum

Egill Helgason
Föstudaginn 2. nóvember 2018 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er í rauninni svo hryllilegt að manni finnst það skyggja á allt annað þessa dagana. World Wildlife Fund gefur út skýrslu þar sem segir að mannkynið hafi þurrkað út 60 prósentum af villtum dýrum jarðarinnar á síðustu 50 árum.

Við erum erum semsagt í óða önn að eyða lífi sem hefur þróast í milljónir ára. Þetta bætist við ofan á öll umhverfisspjöllin sem við völdum, gróðureyðingu, súrnun sjávar, loftslagsbreytingar.

Mér finnst það skelfileg tilhugsun að þetta skuli hafa verið að gerast á líftíma mínum. Það eru örfáar kynslóðir sem hafa tekið að sér það verk að eyða jörðinni. Arfleifðin sem við skilum eftir er hrikaleg.

Þetta er í raun langstærsta frétt ársins. En auðvitað er hún ekki efst á baugi í fjölmiðlum.

Eitt það umhugsunarverðasta sem ég hef lesið síðustu ár var í bók eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari.

Í bók sinni Sapiens talar hann um iðnvæddan landbúnað sem einn versta glæp mannkynssögunnar. Mér verður alltaf hugsað til þessa þegar hlakkar í mönnum yfir því hvað grænmetisætur og veganfólk sé nú vitlaust. En ég viðurkenni, ég er ekki vegan.

Harari leggur dæmið svona upp. Ef við tökum allt fólk í heiminum og setjum það á risastóra vigt myndi massi þess vera um 300 milljón tonn. Ef við tökum öll dýrin sem maðurinn hefur tekið í þjónustu sína, gert undirgefin sér og ræktar sér til matar, þá myndi massi þeirra vera um 700 milljón tonn.

Aftur á móti, ef við tökum villt dýr sem enn eru eftir í náttúrunni, er massi þeirra minni en 100 milljón tonn.

Svona hefur mannkynið lagt undir sig veröldina – og um leið skapað óskaplega þjáningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg