fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“

Fókus
Laugardaginn 20. október 2018 14:30

Svanhildur Hólm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgir hinu mannlega eðli að gera mistök í lífinu eða gleyma nöfnum, jafnvel rugla saman nöfnum eða einstaklingum. Að geta viðurkennt mistökin er annars vegar ekki sjálfsagður hlutur. Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, greinir frá eftirminnilegri minningu sem hún segir vandræðalega.

Páll Valur Björnsson.

Í samtali við Sunnudagsmoggann viðurkennir Svanhildur að hún hafi haldið að Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi verið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hélt hún í tæpt ár að Páll Valur væri Framsóknarmaður.

„Hann var bara eitt­hvað svo „fram­sókn­ar­leg­ur,““ segir Svanhildur og segir Alþingi hafa fyllst haustið 2013 af nýjum Framsóknarmönnum. Þarna var „þessi gaur“ sem hún hafði ekki tekið mikið eftir og setti hann í sama flokk með hinum framsóknarmönnunum.

Þangað til vors ársins 2014 en sat Svanhildur í hliðarsal og komst í spjall við Pál Val. Þá áttaði hún sig á því að hann væri ekki með sömu afstöðu til ríkisstjórnarinnar og hún. „Ég veit. Úff,“ segir Svanhildur en hún seg­ist mjög slæm með and­lit fólks al­mennt. Hún geti þó munað hvenær all­ir þing­menn eigi af­mæli og sé stund­um glögg á and­lit þegar það skipti engu máli. Þá bætir hún við að hún sé löngu hætt að reyna að kjafta sig út hinum og þess­um aðstæðum þar sem ómanngleggni henn­ar sé til vansa. Á móti segist Svanhildur vera mikill fylgismaður þess að nota nafnspjöld.

„Það sem kem­ur mér í vand­ræði, mjög oft, er að ég man aldrei neitt,“ seg­ir Svan­hild­ur. „Þetta er svipað og að vera lit­blind­ur. Það eina sem bjarg­ar mér frá full­kom­inni ör­vænt­ingu yfir því hvað ég er mikið úti að aka er hvað ég er mikið úti að aka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills