fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Eyjan

Klofin Fjallabyggð – Ekki samvinna um kynningu ferðaþjónustufyrirtækja á Vestnorden

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 12:00

Vestnorden Travel Mart er mikilvægasta ferðakaupstefnan sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. – 4. október var ferðakaupstefnan Vestnorden haldin á Akureyri.

Vestnorden ferðakaupstefnan, sem er samstarfsverkefni Grænlands, Færeyja og Íslands, er haldin árlega til skiptis í löndunum þremur. Á kaupstefnunni koma saman öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki frá löndunum til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum.

Markaðsstofa Ólafsfjarðar tók sig til og var með bás á kaupstefnunni. Þar kynntu níu fyrirtæki í Ólafsfirði starfsemi sína og það sem Ólafsfjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu og náttúrufegurð. Fulltrúi fyrir hönd Ólafsfirðinga var Bjarney Lea Guðmundsdóttir.

Trölli.is greinir í frétt sinni frá að aðeins eitt fyrirtæki frá Siglufirði tók þátt í kaupstefnunni, Sigló Hótel, hvorki Fjallabyggð né Tröllaskagi voru kynnt sem heild.

Trölli.is hafði samband við Lindu Leu Bogadóttur Markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar til að spyrja hverju sætti að fyrirtæki á Siglufirði voru með svona dræma þátttöku. Kvaðst hún hafa gert stikkprufu með því að tala við 4 aðila og sýndu þeir málinu mikinn áhuga.

Ekki gekk að fá fyrirtæki á Siglufirði saman. Markaðsstofa Ólafsfjarðar hafnaði beiðni Lindu Leu um að taka bæklinga frá fyrirtækjum á Siglufirði með á kaupstefnuna gegn gjaldi.

Ólafsfirðingar fengu mikla athygli á kaupstefnunni og er vinna í gangi með áframhaldandi kynningu hjá þeim bæði við íslenska og erlenda ferðaþjónustu aðila. Ida Semey og Bjarney Lea sögðu í samtali við Trölla, að allur undirbúningur fyrirtækjanna í Ólafsfirði var unninn í sjálfboðavinnu og frábært að fá svona mörg fyrirtæki í liðið.

Nokkur byggðarlög á Norðurlandi tóku þátt í Vestnorden eins og til dæmis  Skagafjörður, Húnaþing, Mývatn og tveir básar voru frá Dalvík.

Haft var samband við Gest Hansson eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Top Mountaineering á Siglufirði, kvaðst hann hafa verið mjög svekktur yfir því að ekki var samvinna á milli bæjarkjarna. Einnig tjáði hann Trölla.is að það hefðu verið stofnuð samtök  hagsmunaaðila í Fjallabyggð, Ólafsfirðingar klufu sig út úr þeirri samvinnu og stofnuðu Markaðsstofu Ólafsfjarðar.

Einnig var haft samband við Hálfdán Sveinsson eiganda Siglunes Guesthouse, sagðist hann gjarnan hafa viljað taka þátt í kaupstefnunni ef hafður hefði verið sameiginlegur bás fyrir Fjallabyggð. Bæði Gestur og Hálfdán telja að kostnaður við þátttöku sé of mikill fyrir smærri fyrirtæki en hefðu fagnað því að taka þátt í samvinnu við önnur fyrirtæki.

Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 15. okt. kom fram eftirfarandi bókun.

„5. 1809091 – Umsókn um stuðning Fjallabyggðar vegna þátttöku í ferðaráðstefnunni Vestnorden 2018 á Akureyri.
Lögð fram umsókn um styrk frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar vegna kynningar níu ferðaþjónustuaðila í Ólafsfirði á starfsemi fyrirtækja sinna á ferðaráðstefnunni Vestnorden 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg vegna stofnfundar Markaðsstofu Ólafsfjarðar og tveggja vinnufunda sem haldnir voru í Tjarnarborg. Styrkur kr. 45.000.- verður tekinn af deild 13610, lykli 4921 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018″.

Töluverð umræða hefur verið manna á meðal um  hverju sætti að ekki var samvinna milli byggðarkjarnanna og sitt sýnist hverjum um það. En ljóst er að Ólafsfirðingar hafa af krafti og dugnaði komið sér rækilega á kortið með þátttöku sinni á Vestnorden.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu