fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Fór í nektarmyndartöku til að sanna það að brjóstagjöf sé ekki kynferðisleg

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 5. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nokkur ákvað að svara ásökunum á hendur sér þess efnis að hún sé að reyna að stela karlmönnum þegar hún gefur barni sínu brjóst á almannafæri með því að fara í myndartöku þar sem hún kemur fram nakin að gefa barni sínu brjóst.

Reka Nyari segist hafa fengið mikið af dónalegum athugasemdum frá fólki fyrir það eitt að gefa barni sínu brjóst.

„Það er svo pirrandi hversu dómhart fólk getur verið varðandi brjóstagjöf og hversu mikið kyntákn brjóst og geirvörtur eru,“ segir Reka. Metro greinir frá því að það dónalegasta sem Reka hafi lent í var þegar hún sat í flugvél og var að gefa barni sínu brjóst við lendingu.

„Þar sat kona fyrir framan okkur með kærasta sínum og hún kallaði mig ógeðslega og blótaði mér svo. Henni fannst ég vera að reyna að stela manninum sínum þegar ég var að gefa barninu mínu brjóst á meðan á lendingu stóð. Brjóstagjöf er eðlileg og brjóst okkar voru gerð til þess að gefa börnunum okkar að borða. Það að gefa til kynna að brjóstagjöf sé eitthvað kynferðislegt er svo bilað.“

Reka hefur gefið dóttur sinni brjóst frá því að hún fæddist í nóvember árið 2015 og er hún dugleg að hvetja konur til þess að halda áfram að gefa barni sínu brjóst eftir að það verður eins árs gamalt.

Reka birti myndirnar á Instagram í þeim tilgangi að sýna fólki að það er ekkert skammarlegt, ógeðslegt eða kynferðislegt við það að gefa barni sínu brjóst.

Myndir: Ian Brewer / MDWfeatures

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn