fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Mynd dagsins: Samgönguráðherra og Ási ökuþór með radarvara í kjördæmaviku

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. október 2018 14:39

Ási og Sigurður Ingi. Oddný er í baksætinu. Mynd/Facebook-Oddný

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjördæmadagar standa nú sem hæst og þá bregða ráðherrar og þingmenn undir sig betri fætinum og heimsækja kjördæmis sín til að hitta kjósendur.

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, birti mynd á Facebook í dag þar sem sést í þá Ásmund Friðriksson, Sjálfstæðisflokki og Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra Framsóknarflokksins. Vitaskuld er Ásmundur við stýrið, enda eflaust þeirra reynslumesti bílstjóri.

Athygli vekur þó að fyrir miðju mælaborðsins í bílaleigubílnum sést glitta í radarvara, en þeir eru notaðir til þess að komast hjá því að verða fyrir barðinu á lögreglunni vegna hraðaksturs, þar sem þeir gefa frá sér viðvörun ef þeir nema radargeisla yfirvaldsins. Það vita þó ekki allir að lögreglan getur mælt hraða bíls úr allt að 5 kílómetra fjarlægð, en margir radarvarar ná ekki að greina geisla lögreglu frá slíkri fjarlægð.

Enginn hraðakstur

Aðspurður hvort menn væri aðeins að „gefa í“, sagði Ásmundur við Eyjuna:

„Nei nei, þetta er bara einskær áhugi minn á tækjum. Ég á þetta tæki og ég hef bara ekkert um þetta að segja skilurðu, ég er bara ágætlega heiðarlegur ökumaður. Við höfum alltaf keyrt saman og samnýtt bíla í kjördæmaviku, þetta eru góðir ferðafélagar. Það eru sagðar sögur og létt yfir mannskapnum.“

Í samtali við Fréttablaðið sagði Oddný:

„Ef þetta er radarvari þá heyrðist ekkert í honum. Ég var bara farþegi.“

Aðspurður um radarvarann sagði samgönguráðherra:

„Ég veit ekkert um það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“