fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
FókusKynning

Nærgætin og persónuleg þjónusta

Kynning

Harpa útfararstofa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búin að horfa á þetta starf úr fjarska í tíu ár áður en ég gerðist útfararstjóri. Mér þótti þetta vera virðulegt og fallegt starf. Ég efast um að nokkuð hafi komið mér á óvart. Þetta er vissulega erfitt og krefjandi – en getur líka verið afar gefandi.“ Þetta segir Harpa Heimisdóttir, eigandi Hörpu útfararstofu, Kirkjulundi 19, Garðabæ. Stofan var stofnuð árið 2014 og er eina útfararstofan í Garðabæ. Harpa þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu ásamt nærsveitum ef þess er óskað.

Harpa er eini starfsmaður stofunnar í fullu starfi en auk þess nýtur hún aðstoðar þegar á þarf að halda. Blaðamaður verður þess áskynja að Harpa hefur fundið sinn rétta stað í tilverunni, ef svo má að orði komast, með því að gerast útfararstjóri, og hún starfar af hugsjón. Starfið er vandasamt því ekki er rúm fyrir mistök.
„Þetta er afar viðkvæm þjónusta þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Þegar andlát ber að höndum verð ég með vissum hætti hluti af hinni syrgjandi fjölskyldu sem kemur saman og ræður ráðum sínum, í gegnum kistulagninguna og útförina,“ segir Harpa, en traust og nærgætni eru meðal lykilþátta í starfinu:
„Fólk verður að geta treyst manni og maður tengist því persónulegum böndum. Besta staðfestingin á því að maður sé að gera rétt finnst mér vera þegar fólk leitar til mín aftur um útfararþjónustu.“

Harpa útfararstofa notar meðal annars vistvænar líkkistur sem smíðaðar eru hérlendis og hannaðar af íslenska líkkistusmiðnum Þorsteini B. Jónmundssyni. Þær þykja fallegar, eru ekki málaðar heldur fær viðurinn að njóta sín.

Þess má geta að Harpa útfararstofa gefur alla vinnu þegar um fósturlát og lát ungbarna er að ræða.

Ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar um þjónustuna er að finna á heimasíðunni harpautfor.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
31.01.2025

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum
Kynning
29.01.2025

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu
Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu