fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan á heimili Maríu Gróu Pétursdóttur breyttist á örskotsstundu þegar hún fékk þær fréttir á dögunum að Aron, þriggja mánaða gamall sonur hennar, var kominn með kíghósta.

María Gróa Pétursdóttir biður foreldra að bólusetja börnin sín

„Við vorum undir eftirliti í dag uppi á Barnaspítala í einangrun og fylgst var með súrefnismettun hans og hjartslætti,“ segir María í samtali við Bleikt.

Sonur Maríu kastaði upp allri mjólk

 „Undanfarna daga hefur Aron verið með kvef og nefrennsli sem ég hafði ekki miklar áhyggjur af. Við Anton fórum samt sem áður og létum kíkja á hann og ekkert fannst. Samt var tekið strok úr nefinu. Síðan fer hóstinn hans að versna og hann á erfitt með að losa um slím og hóstar mikið upp úr svefni. Hann fer að kasta upp allri mjólkinni eftir gjafir með tilheyrandi hósti og kúgast mikið.“

Í ljósi umræðna undanfarna daga og vikur um bólusetningu barna ákvað María að hún yrði að tjá sig um alvarleg veikindi sonar síns.

„Ég get ekki skilið þær ástæður af hverju foreldrar bólusetja ekki börnin sín. Hvað fær fólk til þess að ákveða það að það sé barninu ekki fyrir bestu að fá mótefni fyrir mörgum lífshættulegum sjúkdómum? Okkur Antoni leyst ekki á hóstann í Aroni og við ákváðum að fara aftur með hann til læknis. Ekkert fannst í lungum hans né neitt. Síðan fékk ég hringingu frá Barnaspítalanum um að niðurstöður úr strokunni væru komnar. Barnið er með KÍGHÓSTA þriggja mánaða gamall.“

Smitaðist tveimur dögum eftir bólusetningu

Sonur Maríu fékk bólusetningu fyrir kíghósta þann 11. september síðastliðinn og tveimur dögum síðar var hann kominn með kvef.

„Hvar hann nældi sér í þetta skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að einhvers staðar var einstaklingur sem ekki hefur verið bólusettur og þar af leiðandi hefur smit komist í barnið mitt.“

María segir í samtali við blaðakonu að verstu hóstaköst Arons séu á kvöldin og næturnar.

„Ég hef þurft að taka hann upp úr vöggunni og snúa honum á magann til þess að hjálpa honum að hósta þar sem varirnar á honum hafa blánað. Við erum heima með hann þar sem súrefnismettunin kom vel út og sýklalyfið sem hann fékk er farið að virka. Hann er allur að koma til og er farinn að geta haldið mjólkinni niðri.“

María biðlar til fólks um að láta bólusetja börnin sín ásamt því að fá sér sjálf auka bólusetningu á tíu ára fresti til þess að koma í veg fyrir smit af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna er undirskriftasöfnunin gegn Bjarna horfin

Þess vegna er undirskriftasöfnunin gegn Bjarna horfin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“