fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Eitt draugalegasta hús landsins fæst fyrir lítið: Vilt þú eignast tímavél í Fljótshlíðinni?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að kaupa sig aftur í tímann en segja má að hinn draugalegi burstabær Stóri-Kollabær sé einskonar tímavél. Bærinn, sem er í eigu Skógræktarinnar, er nú til sölu á vegum Ríkiskaupa.

Stóri-Kollabær er í Fljótshlíðinni í Rangárvallarsýslu sem telja má sem sérlega eftirsóttan stað. Bærinn er í rúmlega átta kílómetra fjarlægð frá Hvolsvelli.

Um er að ræða timburhús sem eru þrjár burstir. Húsið er í niðurnýslu og Inngangur um vestari hlutann er um miðhúsið og austur hlutinn er með sérinngangi. Ekki er innangengt milli austurhússins og miðhússins. Húsin eru skráð 81,5 m². Byggingarárið er 1935 samkvæmt skráningu, en á vef Skógræktarinnar kemur fram að vestari burstirnar tvær séu mun eldri en sú austasta og tilheyrðu áður torfbyggingum. Í kjallaranum eru merkar hleðslur.

Húsið þarfnast talsverðs viðhalds en austasti hlutinn er í talsvert betra ástandi en sá vestari. Yfirfara þarf allar lagnir. Sá sem kaupir bæinn þarf að halda ytra útliti húsanna en hægt er að sækja um styrk til endurbóta hjá Minjastofnun.

Óskað er eftir tilboðum í bæinn. Fasteignamatið er 8,1 milljón króna. Brunabótamat 18,7 m.kr. Bærinn stendur á 2000 fermetra leigulóð, gerður verður lóðarleigusamningur til 50 ára um lóðina. Leiguverð á ári er 4% af fasteignamati lóðar en þó aldrei lægra en 73 þús. kr. á ári og breytist í samræmi við byggingarvísitölu. Miðað við ástand hússins ætti að vera hægt að fá það á góðum kjörum. Þarna eru mikil tækifæri fyrir laghenta að koma þessu draugalega húsi í stand.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Stóra-Kollabæ.

Það er ýmislegt hægt að gera fyrir eldhúsið en virðuleg Rafha eldavél fylgir húsinu.
Stofan.

 

Útsýnið er ekki af verri endanum.
Í kjallaranum eru merkar hleðslur.
Glæsilegt svefnherbergi.
Háaloftið getur verið draugalegt að næturlagi.
Veggfóður og parket. Ekki er vitað hvort lampinn fylgi með.
Stiginn ofan í kjallara.
Hér þarf að ryksuga.
Panellagt baðherbergi.

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma