fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Rússar á móti tillögu Tyrkja um vopnahlé – Fundað í Tehran

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 7. september 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands hefur kallað eftir vopnahléi í átökum í héraðinu Idlib í norðaustur hluta Sýrlands. Eru rússneskar og sýrlenskar hersveitir að undirbúa sig undir árás á héraðið en talið er samkvæmt heimildum innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins að um 30.000 uppreisnarmenn séu í héraðinu. Einnig telja Sameinuðu þjóðirnar að verði af árás inn í héraðið er búist við gífurlegu mannfalli saklausra íbúa svæðisins. Leiðtogar Tyrklands, Írans og Rússlands sitja nú á fundi í Tehran til að ræða ástandið í Idlib.

Rússar hafa hins vegar sagst vera á móti vopnahléi á svæðinu ásamt því að Hassan Rouhani, leiðtogi Írans, segir að Sýrland verði að ná stjórn á svæðinu. Hafa Rússar gert loftárásir á svæðið undanfarna daga ásamt því að sýrlenski stjórnarherinn hefur verið að skjóta úr fallbyssum á svæðið undanfarnar vikur en hafa aukið þá skothríð síðustu daga. Tyrkir sendu skriðdrekadeild á svæðið fyrr í vikunni og eru ráðamenn í Ankara áhyggjufullir að mikill flóttamannastraumur verði ef átökin stigmagnist á svæðinu.

Átökin í Sýrlandi hafa nú þegar kostað yfir eina milljón manns lífið ásamt því að 11 milljón manna hafa þurft að flýja landið vegna átakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu