fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Haukur 8 ára varð fyrir grimmilegri árás: Varúð! Myndbandið gæti fengið þig til að brosa

Auður Ösp
Mánudaginn 3. september 2018 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Mjóeyri við Eskifjörð býr óvenju gæfur refur sem hefur á stuttum tíma eignast ótal aðdáendur. Kristín Hávarðardóttir náði þessu skemmtilegu myndskeiði af því þegar rebbinn brá á leik við 8 ára son hennar, hann Hauk. Eins og sjá má fór vel á með þeim félögum.

Ljósmynd/Kristín Hávarðardóttir

„Hann er búsettur á Mjóeyri við Eskifjörð. Hjónin sem reka ferðaþjónustuna þar hafa hann þarna á eyrinni. Hann gengur alveg laus, leikur sér við gesti og gangandi og hefur talsvert aðdráttarafl,“ segir Kristín í samtali við DV en hún er búsett á Nesskaupsstað ásamt fjölskyldu sinni og gerðu þau sér sérstaka ferð til Mjóeyrar til heimsækja rebbann.

Refurinn gæfi  hefur undanfarnar vikur verið á vappi um svæðið, heimamönnum og gestum til mikillar ánægju. Kristín segir hann helst líkjast litlu hvolpi.

„Hann er algerlega ótaminn, bara elst upp með og nálægt börnum, öðrum dýrum og svo fullorðnum.Þetta var alveg ofur krúttlegt og þessi ungi refur bræddi okkur öll. Hann var ekki alveg jafn aðgangsharður við hin börnin mín, en ofsalega skemmtilegur. Núna geta norðmennirnir hætt að syngja um What did the fox say!“ segir Kristín jafnframt en þeir sem vilja heilsa upp rebbann mega ekki bíða of lengi þar sem að hann dvelur veturlangt í óbyggðunum í Oddskarði og mun væntanlega hverfa þangað á næstu dögum.

https://www.facebook.com/748441304/videos/10155779080721305/UzpfSTM4MjU1OTI5NTI1OTI2ODoxMDU3NzgzMjc3NzM2ODYz/?fb_dtsg_ag=Ady_02T69fmDIfWKF41zE91qWQokzOiQCT5zsYFXVNHYeg%3AAdz8i3ErE5CFKhW4weTofWliPgZVU-6StGjI4j6P4WMwvQ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“