fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þess vegna er hollt og gott að prumpa

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 17:30

Hver prumpaði?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eiga í erfiðu sambandi við prump. Það er ekki mjög vinsælt umræðuefni og það getur verið ansi vandræðalegt ef fólk „missir“ prump í námunda við vini eða vinnufélaga. En prump eru ekki með öllu slæm, það er að minnsta kosti betra að leysa vind en halda honum í sér.

Hér fyrir neðan eru nefndir til sögunnar nokkrir kostir þess að prumpa.

  1. Þú sleppur við þaninn maga. Þegar þú prumpar eru það bakteríur í þörmunum sem vinna á honum en í þessu ferli verður til loft, allt að tveir lítrar á sólarhring. Ef þú losnar ekki við þetta loft þá finnst þér þú vera þanin(n) síðdegis og líður ekki vel eftir því sem Anne-Marie Mortensen hjá Madibalance.dk sagði í samtali við Femina.
  2. Það dregur úr magaverkjum. Ef þú heldur loftinu inni, þrátt fyrir að það vilji mjög gjarnan komast út, getur það haft áhrif á þarmana og það veldur magaverkjum. Á vef Berkeley Wellnes kemur fram að ef fólk er ekki í aðstöðu til að geta prumpað þá geti það reynt að nudda maga sinn til að auðvelda loftinu að vinna sig í gegnum kerfið.
  3. Þú sleppur við að eitra líkamann. Ef þú heldur prumpinu í þér þá getur líkaminn tekið eiturefnin, sem eru í því, í sig. Þetta getur valdið höfuðverk, beinverkjum og eitrað líkamann meira eða minna eftir því sem Carsten Vagn Hansen, læknir, sagði í samtali við BT.
  4. Prump segja til um hollustu mataræðisins. Tíðni prumpa og ilmur, eða kannski frekar óþefur, er góð vísbending um hvort fólk borði hollan og fjölbreyttan mat. Ef mikil lykt fylgir þeim þá borðar þú kannski of mikið af rauðu kjöti, eggjum og mjólkurvörum. Ef þú prumpar næstum því aldrei þá er það hugsanlega til merkis um að þú eigir að borða meira af grænmeti eins og spergilkáli og blómkáli.
  5. Hægðirnar lykta minna ef þú prumpar mikið. Loft, sem er í þörmunum, blandast við loftið sem fylgir hægðunum. Þeim mun lengur sem loftið og hægðirnar eru í þörmunum þeim mun verri verður lyktin þegar fólk hefur hægðir.
  6. Það er svo gott. Verum bara alveg hreinskilin, það er svo rosalega gott og mikill léttir að leysa heitt loft úr læðingi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu