fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 22 ára Katie Stubblefield er yngsta manneskjan í heiminum til þess að gangast undir andlitsígræðslu og jafnframt sú áttunda til þess að fara í slíka aðgerð í Bandaríkjunum.

Þetta hófst allt í mars 2014 þegar Katie lifði af sjálfsmorðstilraun en hún reyndi að fyrirfara sér eftir að kærasti hennar sagði henni upp. Katie, þá sautján ára gömul, tók veiðiriffil sem var í eigu bróður hennar, miðaði vopninu að hökunni og skaut sig.

Bróðir hennar, Robert Stubblefield, kom að henni skömmu síðar og segir við fréttamiðilinn National Geographic að andlit hennar hafi verið sama og horfið þegar hann fann hana alblóðuga á gólfinu á baðherberginu heima hjá þeim. Í kjölfarið var Katie flýtt upp á spítala í Memphis í Tennesse-fylki í aðgerð. Læknum tókst þá að bjarga kjálkanum og þurfti að sauma augnlokin saman til þess að hornhimnan gæti jafnað sig. Aðgerðin heppnaðist vel, en sagan var ekki öll.

Nokkru seinna var hún flutt upp á sjúkrahús í Cleveland í Ohio þar sem læknum tókst að laga beinabyggingu andlitsins auk nefstígsins. Undir lok 2015 þótti Katie vera orðin loksins nógu andlega hraust til þess að fara á biðlista fyrir andlitsígræðslu. Biðin tók rúmt ár en sú aðgerð fór fram í maí 2017. Í þessari brautryðjandi aðgerð hlaut hún andlit móður sem hafði látist vegna ofneyslu eiturlyfja.

Aðgerðin fór fram í Ohio og tók um 31 klukkutíma. Meðal annars var notast við þrívíddarprentara til þess að útbúa handa henni nýjan kjálka sem var mótaður eftir andliti systur hennar. Í kjölfar aðgerðinnar dvaldi Katie á spítalanum í þrjár vikur og gekk í gegnum strangt meðferðarferli. Hún var útskrifuð af spítalanum í ágúst í fyrrasumar.

Katie hefur náð góðum bata og stefnir að því að halda áfram í námi. Draumur hennar er að gerast ráðgjafi auk þess að styðja við fleiri sem hafa lifað af sjálfsmorðstilraunir. „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri“, segir Katie í viðtali við National Geographic, en þessi hugrakka kona prýðir septemberhefti miðilsins.

Katie í dag, rúmu ári eftir lokaaðgerðina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“