fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakakrossinn (e. „Swastika“) er eitt alræmdasta táknmerki mannkynssögunnar; tákn Þriðja ríkisins. Orðið merkir „heillagripur“ í sanskrít en í ljósi tengingar þess við nasistahreyfinguna hafa lög í Þýskalandi stranglega bannað notkun þess ásamt öðrum merkjum nasista. Þetta bann hefur að öðru leyti orsakað vandamál varðandi hof hindúa, búddista og jainista, þar sem táknið er iðulega notað.

Nú hafa þýsk stjórnvöld gerð undantekningu fyrir notkun táknsins í tölvuleikjum. Uppspretta þessarar lagabreytingar er Wolfenstein-tölvuleikjaserían stórvinsæla, en hún gengur út á það að leikmaðurinn berst gegn nasistum.

Wolfenstein-leikirnir hafa ollið miklum usla í Þýskalandi í gegnum árin og gengið í gegnum ýmsar breytingar til þess að þóknast banninu. Þess má geta að þýska útgáfan af Wolfenstein 2: The New Colossus, sýndi enga hakakrossa og vitnar ekkert í Adolf Hitler sem foringja nasistaflokksins. Einnig var hið fræga yfirvaraskegg Hitlers fjarlægt í þeirri útgáfu.

Stjórnvöldin komust þó að þeirri niðurstöðu á dögunum að Wolfenstein-leikirnir teljist til listaverka og fái þess vegna undanþágu frá banninu.

Breytingin þýðir annars vegar ekki að allir tölvuleikir geti notað táknið undantekningalaust héðan í frá, en verður hvert tilfelli metið fyrir sig.

Hermt er eftir að Samband þýska tölvuleikjaiðnaðarins hafi gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að leikir sem sýna hakakrossinn með úthugsuðum og ábyrgum hætti, sem hvetur til endurspeglunar á fortíðina, eigi meiri líkur á undanþágu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“