fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

GAMMA áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 7. september 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GAMMA áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma en meginmarkmið samningsins er að styðja við öflugt starf hljómsveitarinnar, efla kynningu á fjölbreyttu verkefnavali og breikka enn frekar í hópi gesta sem sækir viðburði á hennar vegum.

Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu undir samkomulagið. GAMMA hefur verið styrktaraðili hljómsveitarinnar frá árinu 2011 og aðalbakhjarl starfseminnar frá 2013.

Við undirskrift samningsins sagði Arna Kristín Einarsdóttir: „Það er mikils virði fyrir Sinfóníuhljómsveitina að eiga að öflugan bakhjarl líkt og GAMMA. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt, maður finnur sannarlega mikinn áhuga að baki stuðningnum við hljómsveitina sem er afar dýrmætt fyrir okkur og menningu landsins.“

„Samstarfið við Sinfóníuhljómsveitina hefur verið langt og farsælt, við lok samningsins hefur GAMMA verið styrktaraðili hljómsveitarinnar í tæpan áratug. Það er metnaður okkar að geta stutt áfram vel við menningu og listir í landinu og einkar ánægjulegt að geta staðið við bakið á okkar öflugasta tónlistarfólki. Sinfóníuhljómsveitin er í fremstu röð og vakið heimsathygli fyrir frábæran tónlistarflutning. Við erum stolt af því að geta lagt okkar á vogarskálarnar til að svo verði áfram,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Í gær

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt