fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Sport

Annar þjálfari afhjúpaður

Sagði auðvelt að múta þjálfurum í neðri deildum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 11:00

Sagði auðvelt að múta þjálfurum í neðri deildum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstoðarknattspyrnustjóri Southampton, Eric Black, hefur bæst í hóp þeirra sem Daily Telegraph hefur afhjúpað fyrir spillingu. Blaðið hefur birt myndband af honum þar sem hann er að ráðleggja mönnum að múta þjálfurum neðrideildarliða til að eiga auðveldara með að kaupa af þeim leikmenn. Nokkur þúsund pund myndu hjálpa til.

„Það þarf ekki mikið til að fá menn til að taka þátt,“ segir hann í myndbandinu. „Því þeir eiga ekki mikinn pening.“

Black sagði auðvelt að múta þjálfurum hjá neðrideildarliðum, þeir ættu svo lítinn pening.
Brot úr myndbandinu Black sagði auðvelt að múta þjálfurum hjá neðrideildarliðum, þeir ættu svo lítinn pening.

Mynd: Telegraph

Í lögum enska knattspyrnusambandsins kemur skýrt fram að slíkar greiðslur eru harðbannaðar. Raunar ber mönnum í stöðu Black að tilkynna tafarlaust ef hann kemst á snoðir um að til standi að sniðganga reglur sambandsins.

Black virðist vera enn einn þjálfarinn sem mun fá að fjúka vegna spillingar. Afhjúpanir blaðsins náðu hámarki þegar Sam Allardyce, sem var nýtekinn við enska landsliðinu, hætti með liðið eftir rúma 60 daga í starfi. Fleiri hafa bæst í hópinn svo sem Jimmy Floyd Hesselbaink, þjálfari QPR.

Búast má við að Black verði látinn fara frá Southampton en Ralph Krueger, stjórnarformaður Southampton, hefur látið hafa eftir sér áður að hann sé harmi sleginn vegna þeirra fregna sem hafa komið upp á yfirborðið. Í því ljósi verður að þykja líklegt að hann reki Black.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City