fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Katrín: „Þú kemst þangað sem þú ætlar þér að fara, þó að það taki þig lengri tíma en þú áætlaðir“

Vynir.is
Mánudaginn 30. júlí 2018 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið og vinna í áttina að þeim. Markmið geta verið svo margskonar og yfirleitt erum við að vinna að langtíma markmiðum sem falla að framtíðinni. En fyrir mig sjálfa og marga aðra vex það manni í augum að einblína eingöngu á það sem að þú stefnir á. Því er svo mikilvægt að setja sér fleiri minni markmið á leiðinni þangað sem þú stefnir.

Og í rauninni á þetta við allar þær áskoranir sem að við keppumst við í gegnum lífið, sama hverju þær tengjast. Hvort sem að þig langar til þess að klára nám, létta þig, jafnvel þyngja þig eða hætta að reykja og sömuleiðis að viðhalda því.

Ég veit að ég er ekki að finna upp hjólið og jafnvel hefur einhver skrifað svipaða færslu áður. En mér finnst mjög gaman að skrifa niður það sem fer í gegnum hausinn á mér.

Hefur gefist upp allt of oft

„It does not matter how slowly you go as long as you do not stop“

Ég hef verið allt of dugleg í gegnum tíðina að hætta að berjast fyrir því sem ég vil, þegar ég einblíni allt of mikið á loka niðurstöðurnar. Þá á ég við að allt sem ég hugsa, allt sem ég þarf að leggja í til þess að uppskera það sem mig langar í verður mér ofviða. Mér fer að finnast ég ekki geta gert það sem ég er fær um að gera og gefst því upp.

Og þetta er mikið algengara en ég geri mér grein fyrir, það er eins og að maður missi allan mátt yfir hugsunum sínum.

Þú munt eiga daga þar sem að þér finnst ekkert ganga upp, daga þar sem að þér finnst allt sem að þú hefur gert ekki vera virði neins. Það mun koma tími þar sem að þú ert alveg við það að gefast upp á að elta það sem þig langar svo mikið í. Þú munt jafnvel fara að hlusta á efasemdir annarra um hvað þú ert fær um að gera. En málið er að þú veist nákvæmlega að þú getur allt sem að þú villt, það liggur allt í hugarfarinu.

Minna sig reglulega á að gefast ekki upp

Á dögum sem þessum, þar sem að allt virðist vera ómögulegt og allt vinnur á móti þér. Er mjög mikilvægt að þú dragir þig aðeins til baka, slakir á og minnir þig á það hvert þú ert komin og hvar þú varst. Og mest af öllu þarftu að minna þig á að þú kemst þangað sem þú ætlar þér að fara, jafnvel þó að það taki þig lengri tíma en þú áætlaðir. En alls ekki gefast upp á því sem þig langar að gera, þú ert sá eina/eini sem að getur stjórnað því hvert þú ætlar að fara.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa færslu er vegna þess að ég er nákvæmlega á þessum stað núna. Ég þarf stanslaust að minna mig á hvers vegna ég er að gera það sem ég er að gera. Og ég þarf að minna mig á það hvers vegna ég ætla ekki að gefast upp. Ég er komin svo miklu lengra en ég þorði að vona í upphafi.

Einn dag í einu

Og þess vegna ætla ég að halda áfram, einn dag í einu. Eitt lítið markmið í einu, þar til ég treysti mér í að tækla stærri markmið í átt að því sem ég vil gera. Einnig er ég að læra það að hætta að efast um sjálfan mig og það sem að ég geri, það heldur bara aftur af mér.

Og þó að þú misstígir þig á leiðinni að þá felst styrkurinn í að standa aftur upp, alveg sama hvað!

Bara aldrei stoppa alveg á leiðinni

Höfundur færslu er Katrín Helga og birtist hún upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.