fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Þrekraun Evu Lindar er á laugardaginn

Hleypur maraþon í svissnesku ölpunum til styrktar ungum, föðurlausum frændum sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. september 2016 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi laugardag mun Eva Lind Helgadóttir, 37 ára gömul þriggja barna móðir, taka þátt í Jungfrau-maraþoninu sem fer fram í svissnesku ölpunum. Hlaupið er einstaklega erfitt því um er að ræða 1800 metra hækkun en vegalengdin er 42,2 km. Eva Lind hefur lítið hlaupið í gegnum tíðina en hún hóf undirbúning fyrir hlaupið í byrjun árs.

Við greindum frá áformum Evu Lindar í frétt þann 4. ágúst. Þar kemur meðal annars fram að Eva Lind hleypur til styrktar tveimur ungum frændum sínum, bræðrunum Sindra Dan og Snævars Dan Vignissona, en faðir þeirra Vignir Grétarsson Stefánsson lést um aldur fram þann 16. desember síðastliðinn. Vignir var margfaldur Íslandsmeistari í júdó.

Eftir hið sviplega andlát Vignis komst fjölskylda hans að því að líftrygging hans hafði ekki verið endurnýjuð. Þá ákvað Eva Lind Helgadóttir að safna liði og stofnaði Framtíðarsjóð Vignissona til styrktar bræðrunum ungu sem nú ganga í gegnum erfiða tíma. Eva Lind ákvað að að safna áheitum og hlaupa heilt maraþon í svissnesku ölpunum.

Á Facebook-síðu Framtíðarsona birta margir landsþekktir íþróttamenn reynslusögur og senda Evu Lind og hennar aðstoðarteymi baráttukveðjur. Það gerum við líka hér á DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt
Fókus
Í gær

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn