fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Jöklar – Ánægjuleg upplifun í íslensku verkfræðiundri

Kynning

Landshús framleiða ferðaþjónustuhúsin Jökla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. september 2016 08:00

Landshús framleiða ferðaþjónustuhúsin Jökla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jöklar eru einstök íslensk hönnun fyrir gistirými, hugarfóstur Magnúsar Jens Hjaltested viðskiptafræðings, verkefni sem hann hefur þróað frá grunni. Markmiðið er að bjóða ferðaþjónustunni upp á gistikost sem er hagkvæmur, veitir ánægjulega upplifun og hentar íslenskum aðstæðum. „Við kynntum Jöklahúsin á sýningunni Verk og Vit fyrr á árinu og voru þá húsin um leið afhjúpuð. Þetta átti vel heima á sýningunni því við bjuggum til okkar eigið einingakerfi þegar við hönnuðum þessi hús. Þetta er því alíslensk hönnun og hugvit út í gegn,“ segir Magnús.

Magnús Jens segir að húsin geti vel kallast íslenskt verkfræðiundur þar sem aðferðin tryggir í senn gæði í framleiðslu og stuttan uppsetningatíma. Þegar upp er staðið er þó um hefðbundið timburgrindarhús að ræða eins og reist hafa verið hér á landi í gegnum tíðina – ekkert kemur á óvart.

Við hönnun húsanna voru þrjú meginatriði höfð að leiðarljósi:
„Í fyrsta lagi að húsin uppfylli íslenska byggingarreglugerð og séu til þess fallin að vera reist hér á landi við okkar erfiðu íslensku veðuraðstæður. Í öðru lagi að húsin séu hagkvæm, bæði í innkaupum frá okkur og í uppsetningu fyrir kaupandann. Í þriðja lagi að húsin séu fallega hönnuð og veiti góða upplifun fyrir þá sem dvelja í þeim.

Mín hugsjón er sú að gististaður sé ekki bara staður til að sofa á heldur auki hann enn frekar á ánægjulega upplifun dvalargesta hér á landi. Þess vegna er slagorðið okkar: „Upplifun á Íslandi.“ Liður í því er að húsin með sína stóru glugga hleypa nærumhverfinu inn til sín enda af nógu að taka, til dæmis fuglalífi, gróðri, veðrabreytingum, norðurljósum ásamt einstakri náttúrufegurð og alla jafna útsýni – atriðin sem ferðamenn eru að sækjast eftir þegar þeir sækja Ísland heim.“

Breytingarmöguleikar Jöklahúsanna eru þó nokkrir og segir Magnús mikilvægt að þeir séu fyrir hendi þar sem rekstraraðstæður og áherslur séu misjafnar og því hægt að aðlaga húsin að hverjum og einum, bæði með tilliti til stærðar og afstöðu gagnvart landslagi og útsýni. „Það er einfalt mál að bæta við einingum til að stækka húsið og svo er líka hægt að bæta við gluggum og hurðum eftir því sem óskað er, bæði stöðluðum og sérsmíðuðum.“

Þegar kemur að tækniatriðum er farið eftir ströngustu gæðakröfum sem gerðar eru til bygginga hér á landi og er allur burðarviður styrkleikaflokkaður skv. stöðlum sem viðurkenndir eru á Íslandi ásamt því að vera CE merktur.
Eins og Magnús segir leggur hans fyrirtæki mikið upp úr því að húsin séu hagkvæm í innkaupum og uppsetningu. Til að tryggja að uppsetning gangi vel eru ítarlegar leiðbeiningar sem fylgja ásamt kennslumyndbandi sem gert var um leið og sýningarhúsið var sett upp, en það er á Garðatorgi í Garðabæ.

Magnús segir húsin hafa fengið mjög góðar viðtökur og að þónokkrir ferðaþjónustuaðilar í flestum landshlutum muni á vormánuðum bjóða upp á Jöklahús.

Mynd: Throsturmar@gmail.com Phone:354-6977978

Ítarlegar upplýsingar er að finna um Jökla á heimasíðunni landshus.is. Þar eru meðal annars fjölmargar myndir af húsunum, teikningar og upplýsingar um stærðarhlutföll og margt fleira.

Einnig má hafa samband í síma 553-1550 eða senda fyrirspurnir á netfangið landshus@landshus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum