fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Ertu andvaka? Svona sofnar þú á einni mínútu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. júlí 2018 15:53

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu orðinn þreyttur á að bylta þér í rúminu í erfiðri baráttu við að sofna? Bandarískur læknir segist hafa fundið hina einu og sönnu lausn á þessum vanda. Lausn sem geri það að verkum að fólk sofni á aðeins einni mínútu.

Það eru til mörg ráð um hvernig er best að sofna fljótt og vel en bandaríski læknirinn Andrew Weil telur sig hafa eina allra bestu aðferðina við að sofna fljótt og vel. Hann kallar hana 4-7-8-aðferðina en hún gengur út á einfaldar öndunaræfingar sem eiga að fá fólk til að sofna á aðeins einni mínútu.

Aðferðin er svona:

1. Tæmdu allt loft úr lungunum út um munninn.

2. Dragðu andann að þér hægt og rólega í gegnum nefið á meðan þú telur rólega upp að fjórum.

3. Haltu niðri andanum á meðan þú telur upp að sjö.

4. Andaðu rólega frá þér í gegnum munninn á meðan þú telur upp að átta. Þegar þú kemur upp í átta á allt loft að vera komið úr lungunum.

5. Endurtaktu þetta að hámarki fjórum sinnum.

Það er ekki öruggt að þetta virki í fyrsta sinn sem fólk prufar þetta en það getur borgað sig að æfa sig í þessu að sögn Weil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.