fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Eþíópískur flagari sendi DV skilaboð: „Hello“ – Svör bárust frá Lionel Richie

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júlí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síða DV er líflegur staður með afbrigðum. Í gegnum síðuna eru blaðamenn DV í reglulegum samskiptum við lesendur miðilsins varðandi hinar ýmsu fréttir, uppákomur eða viðtöl. Þangað berast einnig talsvert magn af skilaboðum frá erlendum Facebook-reikningum, sem getur verið nokkuð þreyttandi.

Einn af þeim sem hafði samband við DV á dögunum var eþíópíski flagarinn Hussen Endris. Ólíklegt, en þó ekki útilokað, er að ágengur þokki fjölmiðilsins hafi borist til

Hussen Endris er ekki maður margra orða.

heimkynna Endris og vakið hjá honum áhuga. Líklega verður að teljast að DV hafi verið ein af mörg þúsund Facebook-síðum sem fengu skeyti frá Hussen með von um einhver viðbrögð. Hvað hann hafði í hyggju skal ósagt látið.

En hvað um það, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir til þess að senda miðlinum skilaboð þá sendi Hussen loks þessa einföldu kveðju til blaðsins í vikunni: „Hello“.

Allir unnendur tónlistar vita að eina rétt svarið við slíkri kveðju eru hin ódauðlegu orð Lionel Richie: „Is it me you are looking for?“. Nýlegri orð Adele eiga alls ekki við.

Eþíópíumaðurinn, sem er ekkert að flækja hlutina með tilgerðalegri orðskrúð, svaraði vongóður: „Yes“.

Hann virðist þó ekki hafa vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar næsta lína barst: „Cause I wonder where you are and I wonder what you do“. Eftir nokkra umhugsun komst flagarinn að þeirri niðurstöðu að best væri að benda á mannkosti sína og gefa í skyn að hann væri duglegur athafnarmaður: „I am very wonder and I working,“ svaraði Hussen.

Næsta svar ruglaði hann þó gjörsamlega í ríminu: „Are you somewhere feeling lonely? Or is someone loving you?“.

Hussen tók talsverðan tíma í næsta svar enda staðan brothætt. Gat hann farið beint í að opinbera tilfinningar sínar við ókunnuga manneskju? Okkar maður ákvað að flagga því sem aldrei yrði af honum tekið, uppruna sínum: „Ok, I am

Ódauðlegur kveðskapur Richie virðist hafa ruglað eþíópíska flagarann í ríminu.

ethiopian“ svaraði Hussen að lokum.

Hussen til talsverðrar geðshræringar snerist næsta spurning einnig um tilfinningalíf hans: „Tell me how to win your heart, for I haven´t got a clue?“. Virðist Eþíópíumanninum hafa verið öllum lokið eftir þessa spurningu. Eftir drjúga stund viðurkenndi hann að hann hefði skellt sér á djammið: „No, we havente, now club“

DV er þekktur sem ágengur miðill sem gefur engan afslátt. Ástarjátning var því hinn óhjákvæmilegi lokahnykkur: „But let me start by saying I love you“

Þetta virðist gjörsamlega hafa farið með Hussen. Næsta svar gaf til kynna að hann væri byrjaður að hella í sig því hann gat ekki myndað skiljanleg orð lengur: „But ihave potationl win aheart“ sagði karlanginn eftir drykklanga stund.

Nafnlaus rómantísk samskipti á samfélagsmiðlum geta verið flókin, sérstaklega ef ætlunin er að byggja upp traust. Því taldi DV að rétt væri að senda fallega mynd af aðilanum sem vildi ólmur vinna ástir Hussen.

Nú er liðinn tæpur sólarhringur frá því að ljósmyndin var send og Hussen hefur engu svarað. Hann virðist horfinn af yfirborði jarðar og ætlar ekki að endurgjalda tilfinningarnir sem blossuðu upp. Ástin á tímum samfélagsmiðla er fallvölt með afbrigðum.

Samskipti Hussen og DV voru snörp en innihaldsrík. Líkurnar á langtímasambandi eru hverfandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun