fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
FókusKynning

Alskil sér um innheimtuna á meðan þú sinnir þinni kjarnastarfssemi

Kynning

Alskil: Greiðslumiðlun og innheimta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alskil er greiðslumiðlunar- og innheimtufyrirtæki sem hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á markaðnum líkt og helstu keppinautar þess. Engu að síður býður fyrirtækið upp á alhliða þjónustu þegar kemur að heildarlausnum í innheimtu fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. “Fyrirtæki geta nýtt sér margskonar þjónustu og við sérsníðum lausnir okkar eftir þörfum hvers og eins, allt frá því að gefa út reikninga, stofna kröfur á kaupendur, móttaka greiðslu og skila gögnum inn í bókhaldskerfi viðskiptavina. Í framhaldinu er boðið upp á hefðbundna milliinnheimtu og löginnheimtu ef þörf er á,” segir Ívar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Alskila.

“Við veitum fyrirtækjum þjónustu sem við erum sérfræðingar í til þess að viðskiptavinir okkar geti sinnt hefðbundinni starfssemi sem er vissulega ekki á sviði innheimtu eða greiðslumiðlun,” segir Ívar ennfremur. “Við sinnum þessum verkþáttum með hagkvæmari hætti þar sem þetta er okkar sérhæfing, rétt eins og að faglærðir iðnaðarmenn sinna sínu starfi á hagkvæmari hátt en þeir sem ekki eru sérhæfðir á því sviði.” Þannig geta fyrirtæki náð fram umtalsverðri hagræðingu í rekstri sínum, sparað tíma og kostnað við útgáfu reikninga, svo sem pappírsnotkun, umslagapökkun, póstburðargjöld og svo framvegis.

Vinnusparnaðurinn sem Alskil getur skapað fyrirtækjum getur verið allt frá nokkrum klukkustundum á mánuði upp í heilu stöðugildin, allt eftir umfangi starfssemi þeirra. “Okkar kjarnastarfssemi er fólgin í greiðslumiðlun og sérsniðnum innheimtulausnum. Viðskiptavinir okkar eru allir í annars konar starfssemi og með því að nota þjónustu okkar þá geta fyrirtæki einbeitt sér að sinni kjarnastarfssemi. Alskil gæti því í raun verið síðasta púslið í vel heppanaðan rekstur viðskiptavina okkar.”

Gagnvart greiðendum leggur Alskil mikla áherslu á persónuleg, upplýsandi og jákvæð samskipti. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur fólks með sérhæfða þekkingu og reynslu á innheimtumálum. “Við viljum mikið frekar að fólk hafi samband við okkur ef það á í einhverjum greiðsluerfiðleikum með ógreiddar kröfur. Í lang flestum tilfellum má á tiltölulega auðveldan hátt finna leið til að greiða kröfuna með greiðslusamningum og á meðan staðið er í skilum með slíka samninga þá er ekki að leggjast óþarfa kostnaður á kröfuna,” segir Ívar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7