fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa líklega fáir Íslendingar farið jafnilla eftir tap okkar gegn Nígeríu í gær eins og Gústaf Níelsson. Gústaf sem er sagnfræðingur að mennt, var eins og kunnugt er lengi viðloðandi stjórnmál hér á landi og komst oft í fréttir vegna kjarnyrtra skoðana sinna.

Hann og Bergþóra kona hans tóku þá ákvörðun í fyrra að flytja til Spánar. Gústaf er virkur á Facebook og segir oft sögur þar af þeim hjónum og Spánarlífinu, þar sem hann talar um sjálfan sig í þriðju persónu.

Fyrr í dag sagði hann frá ólukku sinni sem líklega endar með reynslu af spænska heilbrigðiskerfinu:

Okkar maður er í bókstaflegri merkingu í rusli eftir tap strákanna okkar gegn spræku liði Nígeríu, en þó er ekki öll von úti og segja má að árangur Íslands sé bærilega viðunandi, þrátt fyrir allt.

Merkilegt er hversu ólán íslenska landsliðsins og okkar manns getur farið saman. Okkar maður, og frú Bergþóra brugðu sér niðrí Torrevieja til að sjá leikinn í hópi fjölmargra samlanda og var það hin mesta skemmtun. En hættur leynast við hvert fótmál, eins og í fótboltanum og holur eru víðar í götum, en í henni Reykjavík.

Svo óhönduglega vildi til, er okkar maður var í óða önn að skýra tap strákanna okkar fyrir samferðarfólkinu, að hann sté oní holu í gangveginum og skipti engum togum að honum skrikaði fótur og tókst á loft og þurfti í snarhendingu að huga að mjúkri lendingu, enda engin léttavigt á ferðinni. Okkar maður ákvað að „fórna“ vinstri öxlinni og freista þess að ná „mjúkri lendingu“ slysalaust.

Lendingin var nú ekki mýkri en svo að okkar maður fann strax að eitthvað hafði handleggurinn gengið til í axlarliðnum, en ekki meira en svo að hann small til baka, er samferðarmönnum hafði tekist að drösla honum á fæturna.

Nú er okkar maður að bræða það með sér hvort að hann eigi að leita á náðir spænska heilbrigðiskerfisins eða halda áfram að leggja á ráðin um sóknaraðgerðir gegn Króatíu!!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu