fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Kynning

Hjáleigan – kaffihús: Ekta íslenskt kaffibrauð og húsdýr í garðinum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjáleigan er einstaklega huggulegt sveitakaffihús, staðsett við Minjasafnið á Bustarfelli, í Hofsárdalnum, skammt frá Vopnafirði. Þetta fallega hús tekur um 25-30 manns í sæti en auk þess er veitingasvæði á verönd fyrir utan sem er vinsælt þegar vel viðrar.

Hjáleigan er opin frá 1. júní til 10. september frá kl. 10 til 17 alla daga vikunnar. Rekstraraðilar eru Petra Jörgensdóttir og Hörður Sigurjónsson og eitt helsta einkenni veitinga staðarins er heimabakað brauð úr ofni Petru. Eingöngu er í boði íslenskt heimabakað brauðmeti á staðnum og mikið af því er séríslenskt kaffibrauð á borð við kleinur, skonsur, flatkökur, vöfflur, formkökur og alls konar tertur. Kaffibrauðið á Hjáleigunni er rómað víða og gestir hæla því yfirleitt í hástert. Einnig eru í boði tvær tegundir af heimagerðum ís.

Meðal drykkja í boði eru kaffi, kakó og te.

Börnin skemmta sér alltaf vel á Bustarfellsdeginum.

Lítill húsdýragarður og Bustarfellsdagurinn

Eitt aðdráttarafl Hjáleigunnar – sem gerir staðinn mjög fjölskylduvænan – er vísir að húsdýragarði fyrir utan kaffihúsið og er ókeypis aðgangur að honum. Þarna eru nú lítill kálfur, tvö lítil lömb og kanína. Þá eru geitur væntanlegar í garðinn.

Bustarfellsdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 8. júlí og þá verða fleiri dýr flutt í garðinn frá bæjum í héraðinu. Þannig dag verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og meðal annars verða gamlar verkhefðir sýndar.

Nánari upplýsingar um Hjáleiguna kaffihús er að finna á Facebook-síðunni Hjáleigan Kaffihús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn