fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví málglaðasti þingmaðurinn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 14:00

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtar hafa verið tölfræðiupplýsingar um 148. löggjafarþingið sem frestað var í gær, á vefsíðu Alþingis. Þar koma í ljós ýmsar skemmtilegar staðreyndir.

Ræðukóngur Alþingis var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann talaði í samtals 1025 mínútur, eða 17 klukkustundir, í 152 ræðum. Drjúgur tími fór í fyrirspurnir hjá Birni, því hann var einnig fyrirspurnakóngur, með alls 93 fyrirspurnir, en 25 fyrirspurnum hans er enn ósvarað.

Næstur kom Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, sem talaði í 971 mínútu, eða 16 klukkutíma. Þá er Þorsteinn Víglundson þriðji með 934 mínútur, eða 15 klukkutíma.

Minnst talaði Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokknum, alls 48 mínútur og eini þingmaðurinn sem náði ekki að fylla upp í klukkustundina. Næstminnst talaði Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, alls 79 mínútur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins talaði í 88 mínútur.

Alls voru fluttar 4232 ræður og 3649 athugasemdir gerðar. Meðallengd þingræða var 3,4 mínútur og athugasemda 1.5 mínútur.

Af 160 frumvörpum urðu alls 84 að lögum, 75 voru óútrædd og 1 ekki samþykkt. Af 83 þingsályktunartillögum voru 29 samþykktar, 50 tillögur voru óútræddar og 4 ekki samþykktar.

19 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 13 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af  8 til ráðherra og 5 til Ríkisendurskoðanda, en 2 voru afturkallaðar. Þrjár skýrslur samkvæmt beiðni höfðu borist þegar þingi var frestað, tvær frá ráðherra og ein frá Ríkisendurskoðanda.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 398. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 35 og var 34 svarað.

363 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 239 þeirra svarað og 123 bíða svars er þingi var frestað en 1 var kölluð aftur.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 674 og tala prentaðra þingskjala var 1296 þegar þingi var frestað.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 143. Sérstakar umræður voru 30. Ein munnleg skýrsla ráðherra var flutt.

Samtals höfðu verið haldnir 374 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 13. júní.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður