fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Nemendur í Hagaskóla gefa út tímarit um sjálfsást og líkamsvirðingu

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á hverjum degi sjáum við það sem samfélagið flokkar undir „hinn fullkomna líkama.“ Við sjáum það svo oft að við erum hætt að taka eftir því. En djúpt í undirmeðvitundinni hefur það áhrif á okkur.
Eða hvað?“

Svona hefst pistill Dýrleifar Sjafnar Andradóttur um fegurð úr tímaritinu Gáran sem var gefið út á dögunum af félagsmiðstöðinni Frosta og er það unnið af nemendum í Hagaskóla.

Hugmyndin að blaðinu kviknaði eftir umræður innan félagsmiðstöðvarinnar um líkamsvirðingu og áhrif samfélagsmiðla. Þá var ákveðið að slá til og útbúa tímarit og fékk félagsmiðstöðin í kjölfarið þróunarstyrk frá Reykjavíkurborg. Í blaðinu er grannt fjallað um mikilvæg málefni á borð við sjálfs- og líkamsvirðingu, sjálfsást, samfélagsmiðla, félagsleg norm í mismunandi heimshlutum og átröskun svo dæmi séu tekin. Þess má einnig geta að blaðið er stútfullt af flottum ljósmyndum og teikningum frá aðstandendum.

Kristín Björk Smáradóttir, starfsmaður hjá félagsmiðstöðinni, hafði umsjón með útgáfu blaðsins, Dýrleif Sjöfn ritstýrði og stóðu allt að tólf aðrir nemendur skólans að tímaritinu með sínum framlögum.

Gáruna má nálgast hér og er svo sannarlega mælt með þessum lestri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.