fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Kynning

Vogue fyrir heimilið: Nýjar og spennandi vörur til gjafa eða híbýlaprýði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júní 2018 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vogue fyrir heimilið býður upp á mikið úrval af afar fallegum vörum sem henta til brúðkaupsgjafa, afmælisgjafa eða einfaldlega til að prýða heimili, hótel eða veitingastaði. Meðal annars er Vogue með landsins mesta úrval af hinum frægu og rómuðum Riedel vínglösum frá Þýskalandi, sem eru eftirlæti vínsmakkara.

„Glösin eru afskaplega flott og fín og hafa mismunandi lögun eftir þrúgu vínsins sem hellt er í glasið. Þetta hefur áhrif á bragðið því glösin hafa mismunandi öndun eftir lögun sinni,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir hjá Vogue á Íslandi.

Nýlega tók Vogue inn afar spennandi vörusendingu en myndir af nýju vörunum prýða þessa grein. Kolbrún nefnir þar fyrst púðana frá hollenska framleiðandanum Claudi: „Þetta eru mjög fallegir og vandaðir púðar. Það er gaman að skreyta heimilið með svona púðum og þannig er hægt að breyta yfirbragði híbýlanna með mjög einföldum hætti.“

Næstu víkur sögunni að gjafavörunni frá Boltze: „Við höfum nýlega tekið inn gylltar skálar, spegla og margskonar bakka. Bakkar eru mjög eftirsóttir, þeir virka alltaf svo vel og fólki þykir gaman að skreyta með fallegum bökkum og setja kerti ofan á.“

„Svo er ónefnd Richmond húsgagnalína og gjafavara. Þetta er afar falleg hollensk framleiðslulína, hönnun sem er í senn gróf og rómatísk.“

Vogue er framsækin verslun sem stendur á gömlum grunni og á ættir að rekja til fimm gamalgróinna fyrirtækja. Þessi fjölbreytti grunnur fyrirtækisins tryggir að mikil þekking og reynsla er saman komin hjá einvala starfsfólki Vogue. Rekstrinum skiptist í verslunarrekstur, heildverslun og framleiðslu. Sem dæmi um framleiðsluvörur fyrirtækisins má nefna heilsudýnur af mörgum gerðum, rúmbotna, höfðagafla, raðsófa, svefnsófa, gluggatjöld af öllum gerðum, leikföng úr svampi o.m.fl. Auk þess sníðir Vogue svamp fyrir húsgagnaframleiðendur og bólstrara, sérframleiðir dýnur fyrir skip og báta, sumarhús og hjólhýsi o.fl.

Vogue rekur tvær verslanir fyrir heimilið, aðra að Síðumúla 30 í Reykjavík og hina að Hofsbót 4 Akureyri. Gaman og gagnlegt er að koma í þessar verslanir, skoða allt úrvalið og fá faglega ráðgjöf við kaupin. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni vogue.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7