fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

TÍMAVÉLIN: Churchill notaði tækifærið og gerði árás með veðurblöðrum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein undarlegasta hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar var þegar breski herinn skipulagði blöðruárás á Þýskaland, aðgerð sem nefnd var Operation Outward en blöðrurnar ollu Þriðja ríkinu talsverðu tjóni.

Þann 17. september árið 1940 losnuðu nokkrar veðurblöðrur fyrir slysni, svifu yfir til Noregs og Svíþjóðar og ollu þar tjóni á rafmagnslínum.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að nýta sér þetta og sendi 100 þúsund latexblöðrur með eldfimum efnum og rafmagnsvírum yfir hafið til Þýskalands.

Um aðgerðina sáu konur í þjóðvarnarsveit Bretlands á þremur stöðum í suðurhluta Englands.

Hætt var að senda blöðrur árið 1944 en þær reyndust Bandamönnum mjög vel því þær kostuðu aðeins örfáa skildinga á meðan tjón Þjóðverja var mikið.

Blöðrurnar lentu á rafmagnsvírum og ollu sprengingum og skammhlaupum.

Ein rafstöð Þjóðverja, nálægt borginni Leipzig, eyðilagðist algerlega í þessari árás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun