fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Sjötuga konan og stefnumótið

Hún var í mánaðarprísund – Hann kallaði það ást

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 13. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað leggja karl nokkur frá Óðinsvéum og kona frá Pandrup í Danmörku ólíkan skilning í hvað felist í sannri ást. Um er að ræða rúmlega sjötuga danska konu og 58 ára serbneskan mann sem kynntust fyrir tilstuðlan stefnumótasíðu sumarið 2015. Skötuhjúin hafa ekki verið nafngreind, enn sem komið er, en mál þeirra er á borði danska réttarkerfisins.

Mánaðarlöng prísund

Hvað sem nöfnum þeirra líður þá gat konan, að sögn hins serbneska sjarmatrölls, fyrir rétti í Óðinsvéum á mánudaginn, vart á sér heilli tekið eftir að hún hafði barið hann augum í fyrsta sinn og vildi flytja inn til hans „med det samme“.

Áður en lengra er haldið er rétt að komi fram að maðurinn er ákærður fyrir að hafa haldið konunni fanginni í rúman mánuð; frá 28. ágúst til 1. október 2015.

Leið „eins og blóma í eggi“

Í huga mannsins var um ástarsamband að ræða. „Við vorum ástfangin og hún sagði að í fyrsta skipti í mörg ár hefði hún átt huggulega kvöldstund,“ sagði maðurinn um fyrstu samverustund þeirra.

Þegar hann hugsaði til baka komst hann að þeirri niðurstöðu að henni hefði liðið „eins og blóma í eggi“. Saksóknari í málinu leyfir sér að efast um réttmæti þess mats serbneska karlsins. Hann sýndi fyrir rétti ljósmyndir af konunni. Hún var blá og marin á handleggjum, þjóhnöppum, lærum og annarri kinninni.

Peningana eða lífið

Saksóknari telur engum vafa undirorpið að maðurinn hafi haldið konunni nauðugri um mánaðarskeið og, samkvæmt ákæru, látið hendur skipta og hótað henni dauða með það fyrir augum að komast yfir fjármuni hennar.

Manninum er gefið að sök að hafa neytt konuna til að yfirfæra að minnsta kosti 91.200 danskar krónur, ígildi rúmlega 1,6 milljóna íslenskra króna, á reikning hans og tengdasonar hans, gefa tengdasyninum bíl sinn og þrýsta á hana um að selja íbúð sína langt undir markaðsvirði.

Undir vökulu auga

Það er skoðun saksóknara að konan hafi verið undir stöðugu eftirliti, símanotkun hennar takmörkuð, smáskilaboð ritskoðuð og síminn tekinn af henni á kvöldin.

Við rannsókn á heimili hins ákærða fann lögreglan síma konunnar uppi á háum skáp og veski hennar fannst í vasa jakka mannsins. Serbinn fullyrti að hann hefði lánað leigjanda sínum jakkann.

Neitar sök

Eftir mánaðardvöl í félagsskap Serbans tókst konunni að sleppa. Þá hafði hún fengið leyfi til að skjótast á salerni á Rosengårdscentret, verslunarmiðstöð í Óðinsvéum, og fékk lánaðan síma hjá ókunnugri konu og hringdi á hjálp.
Serbinn velkist ekki í vafa um að saksóknarinn fari villur vegar í öllum sínum málflutningi; hann og konan voru í alvarlegu sambandi.

„Ég elska hana, og ég vil endilega að hún elski mig. Það gerir húnn enn þá, það veit ég,“ sagði hann í réttinum.
Reiknað er með að dómur falli í málinu 1. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu