fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Dýr og jurtir á ferð og flugi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 14. ágúst 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún sýnist vera býsna góð nýja þáttaröðin frá BBC, Sitthvað skrýtið í náttúrunni, sem RÚV sýnir þar sem náttúrufræðingurinn Chris Packham segir okkur frá hegðun dýra og beinir sérstaklega sjónum að því þegar þau hegða sér á sérkennilegan hátt. Í fyrsta þætti sáum við sæfíl arka á land og vinna skemmdarverk á bíl. Það var voldugt atriði, eins og úr skrímslastórmynd frá Hollywood. Við sáum líka hákarla í tjörn á landluktum golfvelli, og það var ekki síður ógnvekjandi sjón.

Margvíslegar hugleiðingar leita á mann við áhorf á mynd eins og þessari. Sæfíll á miðri umferðargötu minnti mann á þá staðreynd að maðurinn hefur lagt undir sig jörðina og eignar sér umhverfið. Maðurinn lítur á sig sem herra jarðarinnar og telur sjálfsagt og eðlilegt að skepnur þjóni því hlutverki sem honum hentar best hverju sinni. Þannig vill maðurinn veiða dýr og éta þegar þannig liggur á honum, loka þau inni í búrum þegar sá gállinn er á honum og nota þau sem gæludýr þegar það hentar. Sæfíllinn lét eins og hann vissi ekki af öllum þessum lögmálum og það var gott hjá honum! Reyndar var stórbrotið að sjá sæfílinn leggja til atlögu við bílinn. Ég verð að viðurkenna að ég hélt með sæfílnum, mér hafa alltaf þótt bílar ljót fyrirbæri. Greinilegt var að þetta volduga dýr hafði betur gegn hinum kyrrstæða og mjög svo óspennandi bíl.

Við kynntumst einnig heimilislausum hundum í Moskvu sem ferðast með neðanjarðarlestum á daginn og vingast þar við farþega sem gefa þeim æti. Hundarnir vita nákvæmlega með hvaða lestum er hentugast að ferðast. Á kvöldin leggjast þeir svo til svefns undir berum himni, stundum í hópum, vonandi saddir.

Í seinni hluta myndarinnar var sagt frá fyrirferðarmikilli jurt sem heitir akurhali og fer í hópum og gerir innrás á fjölfarna vegi. Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð hressandi að sjá plöntur sem neita að vera kyrrar á sama stað og valda uppnámi meðal manna sem mæta þeim.

Þessi góða mynd minnti mann á að náttúran ræður, þótt maðurinn haldi annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki