fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Kynning

Sól, sumar og djass í Kansas City

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 26. júní 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí síðastliðinn hóf Icelandair beint flug frá Íslandi til Kansas City í Bandaríkjunum. Í tilefni þess var nokkrum fjölmiðlum boðið með í fyrsta flugið sem markaði tímamót í sögu Kansas. Flugvöllurinn í Kansas City var sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekki var boðið upp á beint flug til Evrópu fyrr en nú.

Mikil fagnaðarlæti brutust út og spennan leyndi sér ekki þegar fyrstu Íslendingarnir stigu út úr vélinni og var öllu tjaldað til.

Flugið frá Keflavíkurflugvelli og alla leið til Kansas tók um sjö klukkutíma og dekrað var við farþega vélarinnar með kampavíni og makkarónum ásamt allri þeirri afþreyingu og mat sem Icelandair hefur upp á að bjóða.

Viðræður um flug frá Íslandi hafa staðið yfir í mörg ár

Fljótlega eftir lendingu var hópnum skutlað á hótelið til þess að ná sér í góða hvíld fyrir annasama daga framundan. Yfirvöld í Kansas City skipulögðu þriggja daga sýningarferð um svæðið og komið var fram við okkur Íslendingana líkt og um stórstjörnur væri að ræða, enda höfðu viðræður um flug frá Íslandi staðið yfir í mörg ár.

Kansas City liggur á mörkum tveggja miðríkja Bandaríkjanna, Kansas og Missouri. Á þessum slóðum er margt í boði og má þar helst nefna ögrandi grillmat, dúndrandi djazzsveiflu, glæsilega garða og gáskafulla gosbrunna. Yfir 200 litlir og stórir gosbrunnar munu fanga athygli þína á ferð í gegnum Kansas en sá þekktasti er án efa JC Nichols Memorial Fountain sem staðsettur er í Country Club Plaza.

Country Club Plaza er ríkmannlegt verslunarhverfi sem reis á þriðja áratug tuttugustu aldar og nær yfir 14 húsagötur og er tilvalinn staður til þess að versla og heimsækja góða veitingastaði.

Kansas er þekkt fyrir góðan grillmat og fékk hópurinn aldeilis að kynnast því í þessari ferð.

Glæsilegt safn WWI

Heimsótt voru tvö stór og þekkt söfn, það fyrra The Negro Leagues Baseball museum þar sem farið er yfir sögu svartra leikmanna í hafnabolta og það seinna WWI museum þar sem munir úr fyrri heimsstyrjöldinni eru til sýnis.

Memorial Day í Bandaríkjunum er dagur þar sem þeirra sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni er minnst og fengum við að heimsækja WWI safnið einmitt á þeim degi. Safnið er virkilega glæsilegt og mun stærra heldur en þau söfn sem við Íslendingar könnumst við.

Eins og sönnum Íslendingum sæmir var einnig tekinn tími til þess að njóta góða veðursins en hópurinn var virkilega heppin með sólríka daga sem voru vel þegnir eftir rigningarsúldina sem gekk yfir Ísland í maí.

Frítíminn var einnig vel nýttur í að skoða verslanir og bari og má með sanni segja að enginn hafi farið svekktur heim úr þessari ferð. Til gamans má geta þess að þegar allir þeir Kansasbúar sem hópurinn hitti áttaði sig á því að um Íslendinga var að ræða snerist umræðan strax um þá miklu eftirvæntingu og gleði yfir því að Icelandair væri að hefja flug til borgarinnar. Það var því umtalað í þessari stóru borg að Íslendingar væru á svæðinu sem gerði heimsóknina ennþá skemmtilegri.

Mikil fagnaðarlæti á fótboltaleik

Heppnin var með hópnum en á sunnudeginum var farið á stóran fótboltaleik þar sem Kansas var að keppa. Setið var í hverju sæti á vellinum sem tekur um 18 þúsund manns og var stemmningin alveg eftir því.

Einnig fengum við að kynnast jazz og kokteilamenningu Kansas sem fór fram úr öllum vonum.

Heimferðin var notaleg en flogið var heim seint að kvöldi til og lent á Íslandi snemma morguns í grenjandi rigningu og roki. Hópurinn fór því fljótt inn í raunveruleikann aftur og lifir minningin um glampandi sumarsól, kokteila og jazz nú í hugum okkar með von um að heimsækja Kansas aftur í náinni framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7