fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Eins árs barn í lífshættu eftir hnífsstunguárás í Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 05:19

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins árs drengur er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og móður hans í gær í Lundúnum og þau stungin. Móðir hans er ekki í lífshættu. Lögreglan var kölluð að Swinfield Close í Feltham á áttunda tímanum í gærkvöldi þar sem mæðginin fundust særð. Þau voru flutt með þyrlu á sjúkrahús.

Sky hefur eftir vitni að það hafi heyrt öskur og grát og hafi verið skelfilegt að heyra þetta. Í húsinu búi fjölskylda sem er nýflutt inn.

Lögreglan leitar nú að karlmanni, sem er grunaður um aðild að árásinni, en hann er skráður til heimilis í húsinu og þekkir konuna og son hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað