fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Plús og mínus – Óöruggur í sínum aðgerðum

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. júní 2018 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tókst ekki að ná í þrjú stig á Kaplakrikavelli í kvöld er liðið fékk Keflavík í heimsókn í Pepsi-deild karla.

Keflvíkingar komust tvisvar yfir í leik kvöldsins en í bæði skiptin svaraði FH í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er þungu fargi létt af Geoffrey Castillion framherja FH sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Leikur hans hefur verið slakur en eftir markið fékk hann mikið sjálfstraust.

Spilamennska Keflavíkur í fyrri hálfleik var góð, það besta sem liðið hefur náð að sýna í sumar.

Skipting Ólafs Kristjánssonar í síðari hálfleik var heldur betur góð. Jónatan Ingi lagði upp á Atla Guðnason aðeins tveimur mínútum eftir að Ólafur sendi þá á völlinn.

Stig í Garðabæ og í Hafnafirði fyrir Keflavík er frábært en nú þarf liðið að fara að sækja sigra gegn slakari liðum deildarinnar.

Mínus:

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur var afar óöruggur í sínum aðgerðum, úthlaupin voru illa tímasett.

Pétur Guðmundsson hefði líklega átt að stöðva leikinn þegar Eddie Gomes varnarmaður FH virtist fá höfuðhögg. Pétur stoppaði ekki leikinn og Keflavík brunaði og skoraði fyrsta mark leiksins með Eddie liggjandi á vellinum.

Það er slakt hjá FH að geta ekki unnið slakasta lið Pepsi deildarinnar hingað til á heimavelli. Toppsætið í boði en FH tók það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433
Fyrir 9 klukkutímum

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
433
Fyrir 22 klukkutímum

Dortmund vann í París og er komið á Wembley

Dortmund vann í París og er komið á Wembley
433Sport
Í gær

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga
433Sport
Í gær

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman