fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rúður brotnar og klósett mölvað – „Þetta hefur vakið hneykslun margra“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. maí 2018 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það tók mörg ár að koma aðstöðunni upp og þetta er að stærstum hluta rekið á styrkjum. Þetta er mikið tjón og setur okkur aftur fjárhagslega,“ segir Ragna Gestsdóttir, starfsmaður í Minjasafninu á Akureyri og fyrrverandi verkefnisstjóri Miðaldadaga.

Ófögur sjón blasti við á Gásum á dögunum þegar búið var að brjóta rúður og klósett. Ljóst er að skemmdarvargarnir notuðu stóra grjóthnullunga til að brjóta allt og bramla. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var meðal annars búið að mölbrjóta klósettskálina með grjóti.

„Einhverjir kunna greinilega hvorki mannasiði né að nota klósett,“ sagði í færslu á Facebook-síðu Miðaldadaga á Gásum á fimmtudag. Þar var fólk hvatt til að gefa sig fram sem hugsanlega hefði einhverjar upplýsingar um skemmdarvarganna. Var tekið fram að þeir hefðu mögulega verið á silfurgráum nýsprautuðum bíl.

Ragna segir að lögreglan skoði nú málið. „Það hafa margir deilt þessu og þetta hefur vakið hneykslun margra,“ segir hún.

Gásir eru við Hörgarása í Eyjafirði, skammt norðan við Akureyri og eru Miðaldadagarnir alltaf haldnir þriðju helgina í júlí. Að þessu sinni verða þeir haldnir dagana 20. til 22. júlí. Verslunarstaður var á Gásum til forna og er þetta eini verslunarstaðurinn frá miðöldum sem til er á landinu. Minjarnar þar eru vel sýnilegar og vel varðveittar og friðlýstar samkvæmt Þjóðminjalögum.

Ljóst er að um mjög merkilegan stað er að ræða og því sérstaklega leiðinlegt að skemmdarverk sem þessi séu framin.

Ragna segir að ekkert eftirlit sé á staðnum og umferð um svæðið mikil, enda mikið og gott útivistarsvæði. Líklega hafi skemmdarvargarnir verið að verki um miðja síðustu viku, líklega á miðvikudag. Þeir sem hafa upplýsingar um skemmdarverkin eru vinsamlegast beðnir um að senda skilaboð á netfangið minjasafnid[hja]minjasafnid.is.

Ragna segir að starfsmenn Miðaldadaga haldi ótrauðir áfram við skipulagningu hátíðarinnar í júlí enda yfirleitt mikið fjör og góð stemning á hátíðinni.

„Það verður líf og fjör í Gásakaupstað á Miðaldadögum, miðaldastemning svífur yfir vötnum. Þung högg járnsmiðsins, háreysti kappsfullra knattleiksmanna, slyngni innlendra og erlendra kaupmanna, hlátrasköll barna, fjölbreytt handverk, seiðandi söngur og matarilmur er meðal þess sem gestir Miðaldadaga munu upplifa í sumar,“ segir meðal annars á Facebook-síðu Miðaldadaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“

Þór gekk út þegar hann sá verðið – „Venjulegur kaffibolli 750 kall“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka